Protek úðastútar á Rauða hananum

Ýmsar nýjungar voru í boði hjá Protek á Rauða hananum í ár. Helst voru þar nýjungar í úðabyssum (monitorum) sjálfstýringar og þráðlausar stýringar en einnig .....
Flestar gerðir hafa verið endurbættar og kemur það fram í bæklingi en helst skal nefna

* Ryðfríar snúningstennur
* Hnúður sem sýnir stöðu fyrir þokuúða ef hætta er á yfirtendrun
* Endingarbetri bönd sem sýna leiðbeiningar og upplýsingar
* Snúningshringur til að velja vatnsmagn (hanskavænn)+
* Möguleiki á skolun án þess að breyta stillingu
* Nýtt endurbætt handfang (opnun/lokun) með málmstyrkingu
* Ryðfrítt sigti í inntaki
* Krómhúðuð kúla til að opnun og lokun sé auðveld
* Sérlagað handfang fyrir þægilegt grip
* Hver úðastútur með sérstakt númer til auðkennis
* Auðkenni fyrir úða

Við höfum átt samskipti við Protek í yfir 10 ár og mjög ánægðir bæði hvað varðar, þjónustu, verð og gæði. Flest slökkvilið landsins eru með úðastúta af þessari gerð, en þessir stútar haf komið bæði í Rosenbauer og Wawrzaszek slökkvibifreiðunum okkar.

Smellið á myndina og skoðið fleiri myndir frá bás þeirra á Rauða hananum.




Í bæklingi þeirra má sjá háþrýstistút sem framleiddur var af öðrum aðila hér á árum áður (Unifire), en hægt er að fá frá Protek í dag. Þetta er stútur fyrir 10 til 50 bar og skilar allt að 115 l/mín. Nokkur slökkvilið eru með þessa gerð og ef endurnýjunar er þörf þá getum við útvegað þessa gerð. Einfaldur háþrýstistútur.






.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....