Rafhlöðudrifin Holmatro björgunartæki !!!

Á markaðinn eru komin Holmatro rafhlöðudrifin björgunartæki, klippur, glennur, tjakkar og eins sambyggð tæki. Nefnist línan Greenline. Við auglýsum eftir slökkviliði sem vill verða fyrst til að kaupa Greenline línuna á kynningarverði.

Úrvalið er eins og við mátti búast fjölbreytt og eftir því sem við best komumst mjög svo samkeppnisfær búnaður við þau rafhlöðudrifnu tæki sem fyrir er á markaðnum. Er ekki eðlilegt að bera rafhlöðudrifin tæki saman ? Það er sambærilegt.

Sambyggðu tækin eru af fjórum gerðum, klippur af tveimur gerðum, ein gerð af glennum og tjakkar af tveimur gerðum. Tækin eru sambærileg við vökvadrifin tæki af sömu tegundagerð en það eru tvö sambyggð tæki (klippur og glennur) af nýrri gerð.

Holmatro Core vökvadrifinn búnaður Holmatro Core vökvadrifinn búnaður

 

Greenline línan var fyrst kynnt fyrir um tveimur árum en þá var kynnt vökvaþrýstidæla sem ekki er drifin af bensín eða díselmótor heldur rafhlöðu. Hún tengist björgunartækjunum með Core einnar slöngu kerfinu. Síðan þá hefur Holmatro verið að þróa rafhlöðudrifin björgunartæki til að mæta samkeppni.

Held að það sé öllum ljóst að Holmatro hefur sérstöðu á markaðnum með björgunartæki sín og yfirleitt fyrstir með nýjungar. Hjá Holmatro er lögð mikil áhersla á fræðslu um björgunartækni. Útgáfa og dreifing kennsluefnis er mikil og er einfalt að leita eftir upplýsingum á heimasíðu Holmatro. Má þar nefna bæði blogg og app. Eins er lögð mikil áhersla á þjónustu og eftirlit.

Holmatro GCU4050NTCII klippur Holmatro GSP4240 Glennur Holmatro GRA4331 tjakkur


Við höfum ákveðna sérstöðu hér. Við erum eina fyrirtækið hérlendis sem selur björgunartæki fyrir slökkviliðin sem getur boðið upp á fullkomið eftirlit og þjónustu í búnaði frá Holmatro.

Holmatro Greenline bæklingur

Holmatro Greenline