Ramfan yfþrýstingsblásarar til fjögurra slökkviliða

Nú nýverið fengu fjögur slökkvilið Ramfan yfirþrýstingsblásara af þremur gerðum. Það voru gerðirnar GF164SE, GF210 og EV420.
Slökkvilið Langanesbyggðar og Slökkvilið Fjarðabyggðar fengu Ramfan GF164SE en þeir eru knúnir af 5 hestafla Hondu vél og afkasta 20.085 m3/klst. en þetta eru lang algengustu blásarnir sem við seljum. Þyngd þessara blásara er 27 kg. og stærðin er 533x508x432mm. Hávaðamörk eru 99,5 db. GF164SE
Brunavarnir Borgarbyggðar fengu EV420 en sú gerð er knúin rafmótor með stiglausri hraðastillingu sem gerir notkun þessa blásara mjög auðvelda og þægilega. T.d. er auðvelt að starta frá afllitlum rafstöðvum. Afköst þessa blásara eru 17.143 m3/klst. og er þetta aflmesti rafdrifni blásarinn í þessum stærðarflokki. Þyngd þessara blásara er 31 kg. og stærðin 580x430x410mm. Hávaðamörk eru 97 db.
EV420
Brunavarnir Árnessýslu fengu GF210 en sú gerð er knúin 5,5 hestafla Hondu vél og afkastar 30.039 m3/klst. en þessi gerð er lang afkasta mest. Þyngd þessa blásara er um 40 kg. og stærðin er 641x616x495mm. Hávaðamörk eru 96,1 db GF210