Rosenbauer Fox III afhent til góðs viðskiptavinar


Fyrir stuttu afhentum við Rosenbauer Fox III til góðs viðskiptavinar sem er ætlunin er að setja við nýuppgerðan vatnstank. Á tanknum verður einnig Protek úðabyssa og Ogniochron flotdæla. Þar sem dælan verður sett í skáp á bakhlið tanksins verður henni breytt þannig að stjórnborð og mælar verða flutt á vinstri hlið. Þessi útfærsla á dælunum er alveg ný og hentar vel þegar er verið að fastsetja dælur í skápa.

Ef frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800   

Rosenbauer Fos með hliðarstjórnborð


Rosenbauer Fox III brunadæla fyrri slökkvilið
Vél er af nýjustu kynslóð BMW loftkæld fjórgengis boxervél 2ja strokka 1170 cc. Afl 50 kW við 4500 snúninga. Blýlaust bensín (án blöndunar). Vélin er rafeindastýrð, sjálfvirkt innsog, rafstýrð eldsneytisgjöf, rafkveikja og snúningsstýring. Rafstart með rafal, rafgeymi og mögulegt er einfalt handstart. Eldsneytisgeymir tekur 20 lítra. Umhverfisnotkunarsvið -25°C til +40°C.

Dælan er af Rosenbauer gerð eins þrepa miðflóttaaflsdæla. Tæringarvarinn léttmálmur  (seltuvarinn). Þurrplötukúpling og hægt að aftengja dælu frá vél. Viðhaldslausar keramískar rennslisþéttingar. Með dælunni er ljóskastari og rafstýrt stjórnborð i húsi yfir dælunni.
Tvívirk sjálfvirk uppsogsdæla "Professional" fullkomlega sjálfvirk en einnig hægt að setja handvirkt inn sem auðveldar uppsog úr t.d. hýbýlum, bátum ofl. Þessi gerð er með gangráð.


Fox stjórnborg með gangráð
Uppsog tekur aðeins 5 sek. við 3ja m. soghæð eða 20 sek við 7,5 m. soghæð.

Tengi og stýribúnaður. Inntak er með Storz A 100 tengi og úttök eru tvö með skrúflokum og Storz B75 tengjum.

Stærð og þyngd. Burðarrammi er úr áli með hreyfanlegum handföngum á hverjum enda ásamt festingu fyrir hjól.

Lengd 945 mm
Breidd 735 mm
Hæð 840 mm
Þyngd (þurr) 145 kg
Þyngd með eldsneyti og tilbúin í notkun 167 kg

Afköst við 3ja m. soghæð:
1000 l/min. við 15 bar.
1600 l/min. við 10 bar.
1800 l/min. við 8 bar.
2000 l/min. við 3 bar.

Bæklingur

 

Dælukúrfan