Rosenbauer Fox III til Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar

Innan fárra daga mun Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fá til sín Rosenbauer Fox III brunadælu. Nokkrar Fox dælur eru í notkun hjá slökkviliðum um land allt en þessi ásamt þeim sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fengu fyrir stuttu eru fyrstu dælurnar af III kynslóðinni.

Vélin er af nýjustu kynslóð BMW loftkæld fjórgengis boxervél 2ja strokka 1170 cc. Afl 50 kW við 4500 snúninga. Blýlaust bensín (án blöndunar). Vélin er rafeindastýrð, sjálfvirkt innsog, rafstýrð eldsneytisgjöf, rafkveikja og snúningsstýring. Rafstart með rafal, rafgeymi og mögulegt er einfalt handstart. Eldsneytisgeymir tekur 20 lítra. Umhverfisnotkunarsvið -25°C til +40°C.Glæsileg Rosenbauer Fox III með gangráð.

Dælan er af Rosenbauer gerð eins þrepa miðflóttaaflsdæla. Tæringarvarinn léttmálmur  (seltuvarinn). Þurrplötukúpling og hægt að aftengja dælu frá vél. Viðhaldslausar keramískar rennslisþéttingar. Með dælunni er ljóskastari og rafstýrt stjórnborð i húsi yfir dælunni.

Tvívirk sjálfvirk uppsogsdæla "Professional" fullkomlega sjálfvirk en einnig hægt að setja handvirkt inn sem auðveldar uppsog úr t.d. húsæði, bátum ofl.



Uppsog tekur aðeins 5 sek. við 3ja m. soghæð eða 20 sek við 7,5 m. soghæð.

Tengi og stýribúnaður. Inntak er með Storz A 100 tengi og úttök eru tvö með skrúflokum og Storz B75 tengjum.

Stærð og þyngd. Burðarrammi er úr áli með hreyfanlegum handföngum á hverjum enda ásamt festingu fyrir hjól.


Lengd 945 mm
Breidd 735 mm
Hæð 840 mm
Þyngd (þurr) 145 kg
Þyngd með eldsneyti og tilbúin í notkun 167 kg

Afköst við 3ja m. soghæð:
1000 l/min. við 15 bar.
1600 l/min. við 10 bar.
1800 l/min. við 8 bar.
2000 l/min. við 3 bar.

Þessi nýja gerð Fox dælu var kynnt á Rauða Hananum. 

Sjá frétt.  Sjá bækling.