Rosenbauer í Noregi gerir stóran samning við norsku Flugmálastjórnina.

Rosenabuer AS gerði samning um smíði þó nokkurra eða allt að 25 flugvallaslökkvibifreiða að undangengnu útboði þar sem 3 aðilar kepptu. Fyrir valinu varð Rosenbauer FLF 6000/400 Buffalo byggður á Scania undirvagn (124CB 4x4 420 eða 470 hö.) með tvöföldu húsi.

Dæla er vökvastýrð sem gerir það að kleyft að aka bifreið meðan á dælingu stendur. Rosenbauer N40 dælan afkastar 4.000 l/mín við 10 bar þrýsting. Lágþrýst dæla og með Fix Mix froðublöndun. Vatnstankur er 6.000 l. og froðutankur er 400 l. úr trefjaplasti. Yfirbyggingin er í einingakerfi. Úðabyssa er á þaki og getur einn maður unnið með bifreiðina.