Samningur við Sveitarfélagið Skagafjörður

Í dag 9. september 2005 var gengið frá samningi við Sveitarfélagið Skagafjörður um slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF11000/200 gerð og er undirvagn af gerð Renault Kerax 420.27 6x6. 3.850 mm. + 1.350 mm. Heildarburðargeta bifreiðar er 27 tonn.


Sveitarstjórinn Ársæll Guðmundsson og Benedikt Einar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & Co. hf. handsala samninginn.

Þessi slökkvibifreið er sú stærsta þ.e. ber mesta vatnsmagnið af þeim 30 slökkvibifreiðum sem við höfum nú selt. Vatnstankur er 11.000 l. og froðutankur er 200 l. Ruberg 4.000 l/mín dæla háþrýst og lágþrýst.

Leitið upplýsinga. Fáið okkur í heimsókn til skrafs og ráðagerða. Við erum fljótir til og getum komið með verðtilboð með mjög svo skömmum fyrirvara.

sjáið einnig frétt um sölur okkar á slökkvibifreiðum nú nýverið.