Samspil háþrýstings og lágþrýstings í brunadælum

Hvernig byggist háþrýstingur upp í brunadælum þar sem öll hjólin eru á sama ás ? Hvernig er hlutfall milli lágþrýstings og háþrýstings þegar þrýstingur kemur að dælu eins og t.d. úr brunahana ? Í allflestum evrópskum brunadælum í slökkvibifreiðum eru háþrýstihjólin á sama öxli. Fyrsta hjól er lágþrýstihjól sem byggir upp lágþrýstinginn og síðan kastast vatnið áfram að næsta hjóli sem eykur þrýstinginn og svo koll af kolli. Vatnsmagn skiptir hér máli og svo snúningur öxulsins.

Ruberg dæla sundurskorinn
Við sog eða frá tank þá er enginn þrýstingur (tökum svona til orða einhver er hann frá tanki en lítill). Við að tengjast brunahana þá kemur inn þrýstingur kannski 3 til 4 bör og eykur þrýsting á lágþrýstihliðinni.

Keyrð eru kannski 7 bör og inn koma 3 bör til viðbótar og er þá þrýstingur kominn í 10 bör. Hið venjulega hlutfall milli lágþrýstings og háþrýstings er því ekki lengur rétt.



Að hægja á snúningi dælunnar hefur um leið áhrif á háþrýstihjólin og háþrýstingurinn byggist ekki upp í réttu hlutfalli. Til að ná aftur háþrýstingi þá þarf að auka snúninginn og lágþrýstingurinn verður alltaf sem nemur utanaðkomandi þrýstingi hærri.

Flest allar brunadælur hérlendis eru í þessari útfærslu en þó er munur eins og t.d. Rosenbauer dælurnar eru með háþrýsting sem opna þarf og loka fyrir inn á dæluna. Virkni þeirra dælna er nákvæmlega eins þrýstingshlutfallið fellur þegar þrýstingur kemur inn á sama snúningi og þá verður að auka snúning til að auka þrýsting og þá er lágþrýstingurinn kominn upp fyrir venjulegan vinnuþrýsting. Ruberg dælurnar eru ekki með þann möguleika að opna og loka fyrir háþrýstihliðina. Hún vinnur þó sé ekki verið að nota hana.
R40 2.5 Ruberg dæla

Þegar sagt er að dæla sé 4.000 l. og 400 l. á háþrýstingi er dælan raunverulega 3.600 l. + 400 l. Til eru dælur sem eru bara lágþrýstar og í sumum tilfellum velja menn lágþrýsta dælu með ákveðin afköst og svo sér háþrýstidælu sem væri hugsanlega vökvadrifin. Eftir því sem við vitum best þá er engin slökkvibifreið útbúin þannig hérlendis enn sem komið er.


Hugsunin bak við svona útfærslu er m.a. sú að þá eru menn með eina dælu með t.d. 4.000 l. afköst og aðra háþrýsta með t.d. 400 l. afköstum eða samtals 4.400 l.

Annað hvort nota menn háþrýsting eða lágþrýsting í slökkvistarfi. Ekki oft hvoru tveggja samtímis nema þeir séu að nota hann sem hvern annan slökkvistút þ.e. eru ekki að nota hann sem háþrýstistút. Slökkvistarf þar sem háþrýstingurinn er notaður miðast þá helst og aðallega við að reykkafarar séu að nota hann og eru að brjóta sér leið eða slökkva eld í lokuðu rými eða á smáelda og svo skulum við nefna mosa og sinuelda slökkvstarf hjá sumum slökkviliðum.

Þegar ákvörðun er tekin um að nota eingöngu háþrýstinginn er aðal vinnuaðferðin að nota vatnið frá tanknum. Í tilfelli þar sem er einn háþrýstistútur sem getur skilað allt að 150 l/mín er slökkvivatn til í tæpar 27 mínútur úr 4.000 l. vatnstank og lengri tíma ef stúturinn er t.d. stilltur á 90 l/mín eða tæpar 45 mínútur. Svo til að lengja tímann er tankurinn tengdur við brunahana eða sogið frá opnu.

Hér má skoða sundurskorna brunadælu af Ruberg gerð.

Hér er afkastalínurit yfir Ruber R40 2.5 sem er sú dæla sem er í Wawrzaszek slökkvibifreiðunum.