Scott Propak reykköfunartæki komin

Við höfum undanfarin ár flutt inn Scott reykköfunartæki frá Bandaríkjunum sem þið getið lesið um hér en það eru Air Pack Fifty tæki sem eru mjög vönduð tæki sem fylgja NFPA stöðlum. Nú vekjum við athygli á Scott Propak reykköfunartækjum sem við erum komnir með en þau koma hingað frá Evrópu og uppfylla evrópska staðla. Scott Propak reykköfunartæki

Fleiri gerðir eru fáanlegar en við munum helst bjóða Propak gerðina sem sérstaklega er mælt með fyrir slökkvilið. Við höfum ekki áhuga á að taka ódýrari útfærslur þar sem þau reykköfunartæki sem við seljum eru nánast öll seld til slökkviliða og þau sem fara til skipa og báta útgerða eru líka hugsuð til slökkvistarfa.




Þau eru byggð upp af Scott og Sabre Contour og eru með léttustu og öruggustu reykköfunartækjum sem völ er á. Hér getur þú skoðað frekari  upplýsingar  Þau eru viðurkennd samkvæmt  prEN137: 2002 class II, ásamt því að vera prófuð við sérstakar hita og loga prófun (incorporating the stringent flame engulfment test). Viðurkennt lunga, tryggt loftflæði, 100% Kelvar vefnaður, fallhlífar sylgjur, ný gerð stillingarbands á loftkút og auðveld endurnýjun. Létt afrafmögnuð bakplata með Kelvar kútabandi (auðveld skipti á kútum) og stillanlegum fóðruðum ólum. Tvöfalt kerfi með framhjáhlaupi, mælir og 55 bara flauta. Ýmsar tengingar á lofti. Bakplasta stillanleg fyrir aðrar stærðir af kútum.
Scott Propak reykköfunartæki

Við erum að bjóða tæki með 46 mín léttkútum og 300 bara þrýsting. Tækin eru eins og áður sagði vönduð með Kelvar tregbrennanlegum ólum. Kútarnir eru léttkútar með 1.860 l. af lofti og vega aðeins 6,8 kg. fullhlaðnir. Þvermál 160 mm og 600 mm. langir. Líftími minnst 15 ár. Scott Propak tækin eru með Vision 3 maska og sá maski eru um margt mjög einstakur þar sem glerið er mjög kúpt og eykur útsýni miðað við aðrar venjulegar gerðir af möskum.

Fjarskiptatengingar eru ekki vandamál. Mjög einfalt. Nokkur slökkvilið eru með Scott tæki hérlendis en það eru slökkviliðin á Akureyri (yfir 50 ár), Keflavíkurflugvelli og í Keflavík. Svo eru nokkur tæki hjá ýmsum slökkviliðum.

Scott Propak reykköfunartæki

Tækin hafa farið til umsagnar hjá einu slökkviliði sem komið er og hlaut mjög góða umsögn. Sérstaklega var tekið fram hve gott útsýni væri úr maska og hve skýrt talið væri frá notanda. Aðrir hlutar tækjanna eins og bakplata fengu líka góða umsögn.



Nú spyrjum við ykkur sem eruð að hugsa um reykköfnartæki. Hafið þið áhuga á að fá tæki til ykkar til skoðunar ?? Hafið samband.