Scott reykköfunartæki í Hrísey.

Við sameiningu Hríseyjarhrepps við Akureyrarbæ sameinaðist Slökkvilið Hríseyjar Slökkviliði Akureyrar. Nýkomin var slökkvibifreið (Brunavarna Eyjafjarðar) í eyna en þar hafa þeir góða bifreið með Ruberg R2,5 dælu sem afkastar minnst um 3.000 l. við 8 bar og 3ja m. soghæð. Dæluafköst sem er lágmark í hverju sveitarfélagi.


Ég átti þess kost að dvelja í eynni um vikutíma  ásamt fjölskyldunni nú í lok júlí og urðum við afskaplega hrifin af aðstæðum og öllu lífi þar. Ætlunin var að hafa samastað í eynni og ferðast svo um Eyjafjörð en reyndin varð sú að við fórum einu sinni í land.

Þetta var að vísu ekki fréttin en  Hríseyingar eru nú að fá Scott Air Pack EBSS reykköfunartæki af Fifty gerð með AV3000 nýju grímunni. Kútarnir eru kolefnakútar þ.e. léttkútar og með loft til 45 mínútna. Sú gerð vegur aðeins um 10 kg. Allar ólar og bönd úr Kelvar eldþolnum efnum og eins festingar fyrir grímu. AV3000 gríman er með maska sem er hærri en í AV2000 gerðinni og passar mun betur.

Fjarskiptabúnaður svokallaður Scott Envoy Radiocom verður á tveimur tækjum.

8 ára ábyrgð er á Scott Air Pac Fifty reykköfunartækjunum og 15 ára ábyrgð á þrýstijafnara. Hver jafnar það ??????????
[Meira um Scott]

 

Benedikt Einar Gunnarsson