Við erum að undirbúa opnun þjónustustöðvar fyrir Scott reykköfunartæki og um leið munum við leggja meiri áherslu á sölu
Scott reykköfunartækja og ekki bara tækja af þeim gerðum sem við höfum selt, heldur bróðurpart af framleiðslulínu þeirra.
Við eigum þess kost að vinna með starfsmönnum Slökkviliðs Akureyrar og erum þakklát fyrir það. Nokkrir starfsmanna SA fóru til
Bandaríkjanna til Scott þar og sátu þar námskeið í meðferð og þjónustu á Scott Airpak reykköfunartækjum, en flest
tækin, sem eru hérlendis eru af þeirri gerð.
Slökkvilið Akureyrar hefur notað Scott reykköfunartæki í einhver 50 ár og rúmlega það. Ef það eru ekki meðmæli, hvað eru
þá meðmæli.
Eðlilega hefðum við átt að opna slíka stöð fyrir einhverjum árum síðan, en það sem ýtti við okkur var, að
Brunamálastofnun hefur tekið til hendinni og dustað rykið af 26 ára gamalli reglugerð og þó ekki allri reglugerðinni, heldur aðeins hluta.
Að því leiti sem framkvæmd þessa eftirlits við kemur okkur, hefur það því miður farið úr skorðum. Rokið hefur verið
til og tæki innsigluð, sem náð hafa, að verða rúmlega tveggja ára. Við eftirlitið hafa ekki allar tegundir tækja verið settar undir sama
hatt, því á þeim stað, sem við þekkjum best til á eða þar sem innsiglað var, voru tæki af annarri gerð, sem nutu, að
því er virðist einhverra fríðinda, komin fram yfir tvö ár, en ekki innsigluð. Hér erum við að tala um rúmlega tveggja ára
gömul tæki, sem sagt ný tæki, ekki gömul tæki, sem tími var kominn á að yfirfara. Í markaðskönnun okkar höfum við
kannað ástand hjá fleiri slökkviliðum og verður að segja, að þessar aðgerðir eins og í þessu tilviki á sér engan
samanburð.
Við viljum standa vel að eftirliti og þjónustu á Scott tækjum, enda er hér um að ræða ein bestu tæki sem völ er á.
Að undangengnu er nauðsynlegt er fyrir okkur að upplýsa, hvað það er sem við erum að gera, því einhver virðist vita betur en við,
hvað við erum að gera.
Prófunarbekkurinn, sem við erum að fá er af gerðinni Sabretest 3, en hann getur tekið hvaða gerð sem er af Scott tækjum. Við erum að fara út
í talsverða fjárfestingu, en búnaðurinn mun kosta eitthvað vel á þriðju milljón fyrir utan kostnað við að fá kennara og
úttektaraðila á stöðina, svo farið sé að öllum reglum. Myndin hér til hliðar er af svipuðum bekk af eldri gerð.
Við leggum ríka áherslu á, að stöðin verður úttekin af birgja okkar Scott og hver ætti að vera betur tilfallin til þess en
sjálfur framleiðandinn.
Stefnt er að opnun stöðvarinnar núna í ágúst og námskeið mun verða haldið í síðustu viku ágúst
mánaðar, fyrir þá sem þar munu koma að starfi þar og hugsanlega einhverja þeirra sem áhuga hafa á að sækja slíkt
námskeið og kynnast hvernig meðhöndla og þjónusta skuli reykköfunartæki.
Við gerum ráð fyrir að allt sé þetta nokkuð líkt og menn geti eitthvað lært, þó ekki væri nema til að bæta umgengni
og daglegt eftirlit með hvaða tækjum sem er.
Það virðist líka vera nauðsynlegt, þó það sé ekki í okkar verkahring, að upplýsa eigendur reykköfunartækja, að
þeir þurfa að ganga úr skugga um, hvort sú stöð, sem þeir senda tæki sín til eftirlits og þjónustu hafi viðurkenningu til
að yfirfara þau tæki. Í viðurkenningu Stofnunarinnar á að vera tiltekið nákvæmlega, hvaða tæki viðkomandi
þjónustustöð megi yfirfara. Hver þjónustustöð þarf að hafa viðurkenningu framleiðanda tækjanna og þá viðurkenningu
þarf að endurnýja reglulega, svo ekki sé minnst á, að prófunarbekkur þarf að fara í sérstaka stillingu með ákveðnu
millibili.
Stofnunin hefur sett á heimasíðu sína yfirlit yfir skoðunarstöðvar og hefur hver og ein úttekt og viðurkenningu í samræmi við
þær gerðir reykköfunartækja, sem þær hafa viðurkenningu frá framleiðanda fyrir. Það er því ekki sjálfgefið,
að þessar stöðvar hafi viðurkenningu Stofnunarinnar eða framleiðanda, til að þjónusta tækin þín. Sumar þeirra eru svo
eingöngu með viðurkenningu fyrir sín eigin tæki.
Við höfum á
undanförnum rúmum tveimur árum selt aðeins eina gerð af Scott reykköfunartækjum, en það eru tæki af Scott Propak gerð, en í dag hefur
enginn hérlendis heimild til að yfirfara þau tæki. Eftir opnun skoðunarstöðvar okkar breytist það.
Hér eru upplýsingar um Scott reykköfunartæki.
Eins og áður hefur komið fram verður í stöðinni búnaður til að þjónusta bæði Scott Airpak (bandarísk)
reykköfunartæki og svo evrópskar gerðir af Scott eins og Propak, Sigma2 og Contour gerðirnar. Tiltölulega lítið er hérlendis af Scott
flóttatækjum, en við munum geta yfirfarið þau líka.
Búnaður, tæki og tól og þekking okkar nýtist til að yfirfara aðrar gerðir tækja, en til þess höfum við ekki viðurkenningar
frá framleiðendum annarra tækja og munum því ekki taka önnur tæki en Scott tæki í stöðina. Því miður hafa ekki allir
þessa vinnureglu.
Fróðleikur um viðhald og meðferð Scott Propak tækja.