Scott Sigma 2 reykköfunartæki fyrir Háskóla Íslands

Vegna gossins í Eyjafjallajökli urðu vísindamenn Háskóla Íslands sér út um reykköfunartæki til að forðast eitraðar lofttegundir í vísindaleiðangrum sínum.
Tækin sem urðu fyrir valinu eru af gerðinni Scott Sigma 2 með léttkútum. Einnig fengu þeir aukakúta. Þeir fengu kennslu á tækin hjá SHS sem aðstoðaði þá fúslega eins og við mátti búast.

Hér á eftir eru frekari upplýsingar um Scott Sigma 2 reykköfunartækin. Öll þjónusta er fyrir tækin á Akureyri.



Scott Sigma 2
er reykköfunartæki á lágu verði en veitir sama öryggi og Contour gerðirnar. Einfalt og öruggt í notkun og hentar vel í verksmiðjur, iðnað, skip og báta. Auðvelt og einfalt viðhald, Straumínulöguð bakplata steypt úr koltrefja fylltu afrafmögnuðu efni, axlarólar úr eldvörðu efni og band um loftkút úr Kelvarefni. Fyrir allar gerðir af Scott kútum. Þrjár gerðir af möskum Vision 3, Panaseal (á mynd) eða Panavisor. Hér má sjá bakplötuna.

 
Scott Sigma 2




.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....