SHS fær dælu til að fást við eldfima og eitraða vökva.

Í dag afgreiddum við til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sérbyggðar dælur til að dæla annars vegar eldfimum vökvum og hins vegar eitruðum vökvum. Þetta eru tvær dælur og við dælurnar er notaður einn mótor. Með fylgja síur og slöngur til að dæla frá. Þetta eru sams konar dælur og slökkvilið í Evrópu nota við spilliefnaupphreinsun.

Leitið frekari upplýsinga ef þið hafið áhuga.