SHS tekur Holmatro Core í þjónustu sína

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú breytt nokkrum Holmatro settum í eigu sinni svo þau eru nú öll með einni Core vökvaslöngu. Það var ekki ætlunin að gleyma að minnast á þetta en þetta hefur allt haft sinn gang og nú hefur hringnum hér í kringum höfuðborgina verið lokað þ.e. slökkviliðin á Akranesi, í Hveragerði, í Keflavík, í Borgarnesi og svo höfuðborgarsvæðisins hafa nú öll komið sér upp Holmatro búnaði með Core tækninni. Eins og fram hefur komið er Core tæknin einstök og einfaldar og flýtir allri björgunar- og klippivinnu. Umsagnir þeirra sem vinna með þennan búnað eru allar á einn veg. Frábær og einstakur búnaður.

Innan skamms mun björgunarlið á Norðurlandi fá til sín Holmatro Core sett og er það sett byggt upp á sama hátt og þau sett sem við höfum undanfarið selt þ.e. valið saman það allra öflugasta svo hægt sé að fást við verkefni af öllum stærðum. SHS á einnig von á öflugustu klippunum í eitt settið sitt. Einnig eru lið um land allt að bæta inn í settin sín og gera þau þannig öflugri.

Lesið frekar um Core kerfið og tæknina.

Gamla kerfið fjórar slöngur tvö tækiNýja Core kerfið tvær slöngur tvö tæki













Bestu óskir um gleðilega páska.