Síðasta frétt ársins

Nú líður að áramótum. Við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir viðskipti, samstarf og samvinnu á árinu. Þetta ár var annríkt og að sama skapi árangursríkt. Það getum við þakkað viðskiptavinum og starfsmönnum. Gífurleg aukning var í sölu og má nefna eldvarnavörurnar þ.e. slökkvitæki, reykskynjara eldvarnateppi ofl. en þar var slegið met í sölu. Það vekur furðu okkar þar sem samkeppnin hefur aldrei verið eins hörð og nú en við höldum hlut okkar og mikið meira en það.

Svona örlítið af  því sem gerðist á árinu.

Þetta árið voru 6 slökkvibifreiðar fluttar inn og góðar horfur um svipaða innflutning á ári komanda. Talsvert af nýja PBi og Nomex Weenas hlífðarfatnaðinum fór til slökkviliða og útgerðarinnar og má þar minnast  t.d. á útgerðarfyrirtækið Þorbjörn í Grindavík.

Mikið var flutt inn af búnaði fyrir slökkviliðin og björgunarsveitir og margt þar nýtt á ferð m.a. vegna meiri áherslu á spilliefnabúnað.




Má þar nefna Vetter þéttibúnað til SHS og Trelltent tjöld til SHS og SA. Fleiri eiga væntanleg tjöld og má þar nefna Landsbjörg en HSSR og BS fá tjöld nú fljótlega eftir áramót.






Nokkuð af Holmatro björgunartækjum fóru til slökviliða og var þar nýja Core kerfið þ.e. einnar slöngu kerfi og fljótvirkari búnaður sem menn féllu fyrir ásamt því að gömul björgunartæki ráða alls ekki við nýjar bifreiðar.

Twin Saw björgunarsagir fóru til nokkurra liða en nú eftir áramótin fær SA Cutters Edge keðjusög en þetta er fyrsta sögin sem við seljum af þessari gerð.







Til BA fara Fol-Da-Tank vatnslaugar sem taka 9.500 l. og eru utbúnar með 4" Storz botn tengi til að tengja barka við. Laugarnar eru sjálfberandi og vega aðeins um 43 kg. Við höfum hingað til selt Trellpool laugar en þeir hafa hætt framleiðsl í bili og þessar laugar sem við bjóðum nú eru sambærilegar og meira en það þær eru á hálfvirði miðað við Trellpool laugarnar. Þa skaðar ekki að eigandi Fol-Da-Tank sem er í Bandaríkjunum er hálf danskur.

Nokkuð mörg slökkvilið fengu eiturefnabúninga á árinu og m.a. fjölgaði SHS, SA og BS búningum sínum. Voru það bæði Trellborg Super og HPS búningar.

Fyrsta slökviliðið fær nú Scott Propak reykköfunartæki af evrópskri gerð. Við bindum miklar vonir vð þessa gerð en hún hefur fengið góðar viðtökur. Tækin eru létt, bakplata þægileg og maski með einstaka lögun sem gefur mun meira útsýni.



Margir slökviliðmenn ætla að vera fínir á ári komanda en við höfum flutt inn einkennishnappa ekki bara á slökkviliðmenn, líka strætisvagnabílstjóra og hafnsögumenn. Nú koma þúsundir hnappa á næstunni svo það má skreyta sig og í lagi að borða vel yfir hátíðina þó einn og einn skjótist af jakkanum.



Margar nýjungar verða á ferðinni á nýju ári og við við munum halda áfram að vera með fréttasíðuna þó kannski megi segja að þetta sé frekar bloggsíða. Við erum gamlir  í hettunni og eldumst og til gamans má geta þess að við verðum 84 ára á komandi ári. Hér látum við fylgja gamla auglýsingu en einu sinni seldum við hrærivélar.


Við flytjum á næstunni hér innanhúss í Sundaborginni úr númer 3 í númer 7 í stærra húsnæði. Hér höfum við verið í yfir 30 ár. Það er liður í aukinni þjónustu en það húsnæði sem við erum í nú er löngu orðið of lítið. Við vonum að þessi flutningur komi ekki niður á þjónustu við viðskipavini okkar.

Við munum á nýju ár leggja okkur fram við að sinna viðskiptavinum okkar og vonumst eftir ánægjuríku samstarfi og samvinnu.

Gleðilegt ár.