Sjúkrabílaútboð Rauða krossins.

Þann 28. maí fengum við bréf frá Ríkiskaupum þar sem kom fram að ákveðið hefði verði að taka tilboði okkar í B gerð sjúkrabifreiðar en við buðum frá Profile í Finnlandi Sprinter undirvagn, Profile innréttingu og yfirbyggingu en inrétting er af hefðbundinni gerð í þessari stærð bifreiða  með tveimur stólum og hefðbundnum bekk.
Profile framleiðir aðeins 300 sjúkrabifreiðar á ári. Krafa er að öll innrétting verði samkvæmt evrópskum stöðlum. Í Morgunblaðinu í morgun sér sá aðili sem tilboð var tekið frá í A og C gerðir ástæðu til að nefna að munur á tilboðum okkar hafi verið örfáar þúsundir króna. Í frétt okkar frá 9. maí kemur röðun fram og hvaða upphæðir er um að ræða. Eins skal vakin athygli á að í útboði var í heildina óskað eftir tilboðum í fimm bifreiðar en kaupréttur á fjórum til viðbótar.

Ef leika á sér að tölum þá er munur allra tilboða fáar þúsundir króna nema kannski lægsta tilboðssins sem líklega hefur verið ógilt. Hef ekki þekkingu á því. Í  % er þessi munur frá 1,5% til rúmlega 10%. Það er nú allur munurinn og hafa skal í huga verð er eitt og gæði annað.

 

Reykjavík 13. júní 2003

Benedikt Einar Gunnarsson.