Sjúkrabörur, skröpur, stólar, hálshlífar og ket-vesti

Við erum komin með á lager ýmsar gerðir af börum og fleiri vörum og búnaði fyrir slökkvilið, sjúkralið og björgunarsveitir.
Eftirfarandi koma fram upplýsingar um þær gerðir sem við fengum núna og svo er að sjá hvernig viðtökur þetta fær. Verði þær góðar munum við stefna á að vera með þennan búnað á lager.

Nú þegar eru sumar af þessum vörum uppseldar en koma aftur.

Tegund: MS-Stairchr-D
Stóllinn hentar til flutninga á sjúklingum í lyftum hárra bygginga. Á stólbakinu eru fjögur niðurfellanleg burðarhandföng og undir honum að framan eru tvær sveigjanlegar lyftistangir. Tvær ólar tryggja öryggi sjúklings í flutningum. Stóllinn er gerður úr hertri álblöndu. Hann er léttur og meðfærilegur, öruggur í notkun og auðveldur í þrifum.

Stærð: 500x410x850mm
Hámarkshleðsluþyngd: 159kg.
Heildarþyngd: 13kg.

Vnr. 500130
Verð án VSK kr.  65.676.-

  Tegund.: MS-SCP123
Scoop brettið er hannað þannig að auðvelt sé að koma því undir sjúkling með sem minnstu hnjaski við að velta honum, snúa eða lyfta. Opið í miðju gerir mögulegt að röntgenmynda sjúkling á brettinu, án þess að hann sé færður úr stað. Brettið er gert úr léttáli, það hefur stillanlega lengd og er með þremur ólum.

Vnr. 500005
Verð án VSK kr.  51.342.-

  Tegund: MS-FL003
Samanbrjótanlegar börur styrktar með tveimur stálstöngum sem leyfir flutning á miklum þunga. Þar sem þær eru samanbrjótanlegar eru þær mjög auðveldar í geymslu.
Appelsínugult hágæða PVC undirlag, eldþolið, vatnsþolið, órífanlegt og auðvelt að þrífa.

Stærð: 2140x540x130mm
Hámarkshleðsluþyngd: 159kg
Heildarþyngd: 8kg

Vnr. 500010
Verð án VSK kr. 24.556.-

  Tegund: MS-25012-Grænt
Innfelldu handföngin gera flutningsmönnum hægt um vik að færa sjúking og búnað saman. Hægt að snúa við til að aðlagast mjöðm eða mjaðmagrindarspelku. Hliðar eru sveigðar aftur til að auðvelda aðgang að bringu sjúklings. Þægilegur og hentugur búnaður til aðhalds. Veitir láréttan sveigjanleika, sem og lóðréttan hámarksstuðning fyrir hrygg, háls og höfuð. Litaaðgreindar ísaumaðar öryggisólar og fljótlosanlegar spennur. Hentar mismunandi stærðum sjúklinga, allt frá börnum til þungaðra kvenna.

Hámarkshleðsluþyngd: 226kg.

Vnr. 500020
Verð án VSK kr.  16.954.-

  Tegund: BS2000
Sömu eiginleikar og í teg. BS1000. Þessum börum er hægt að skipta í tvennt, látið þannig lítið fara fyrir þeim og því auðveldar í flutningi.

Stærð: 2190x640x180mm
Hámarkshleðsluþyngd: 272kg
Heildarþyngd: 20kg

Vnr. 500015
Verð án VSK kr. 161.264.-

Tegund: MX-EX700
Hálskragi af hefðbundinni gerð.                               

Stærð:Fullorðins

Vnr. 500170
Verð án VSK kr.  4.020.-



.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....