Slökkvibifreið í smíðum

Nú fer að styttast í að slökkvibíllinn sem við erum að útbúa verði tilbúinn. Bíllinn er nú farinn að líkjast slökkvibíl, búið er að sandblása og mála grind og undirvagn, laga hús og sprauta rautt, þá hefur Kraftur ehf, umboðsaðili MAN lokið yfirferð á bílnum þ.e. vél, drifbúnaði, bremsum og rafmagni. Tankur var festur á grind til bráðabrigða því í vikunni sendum við bílinn til Rosenbauer í Noregi þar sem tankur verður festur varanlega á grind, dælubúnaði og ýmsum öðrum hlutum komið fyrir.



Nokkrir hafa sýnt áhuga á að fá bílinn því þessi útfærsla á slökkvibíl hentar vel á landsbyggðinni enda bíllinn settur saman eftir hugmyndum slökkviliðsmanna á landsbyggðinni.