Slökkvibifreið til sölu SLF 5100/500/250

Við fáum hugsanlega til sölu áhugaverða slökkvibifreið á næstunni af árgerð 2002 í einstöku ástandi. Í bifreiðinni er 5.100 l. vatnstankur, 500 l. froðutankur og 250 kg. duftkúla. Mercedes Benz undirvagn með drif á öllum hjólum og Telligent gírskipting. Tvær úðabyssur á þaki og framstuðara. Einstakt tækifæri og verð.

Eins og áður sagi er bifreiðin af árgerð 2002 og ekinn aðeins 18 500 km. Hún hefur verið í leigu hjá viðskiptavinum Rosenbauer sem bíða eftir nýjum bifreiðum.

Hugsanlega fáum við þessa bifreið til sölu en það er ljóst að það eru fleiri sem hafa áhuga á þessari einstöku bifreið. Verðið er mjög gott.

Við biðjum þá sem áhuga hafa að hafa samband strax við okkur svo við getum reynt að komast fremst í röð áhugasamra kaupenda


Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Gerð: SLF 5100/500/250
Undirvagn: MB Actros 1835 4x4, 350 hestöfl, Telligent sjálfvirk skipting
Árgerðl: 2002
Kílómetratala: 18 500 km
Ökumannshús: Ekstra lengd
Yfirbygging: Rosenbauer einingar með skápum úr áli og vatns og froðutankar úr trefjaplasti
Vatnstankur: 5100 lítra
Froðutankur: 500 lítra
Duftkúla: 250 kg
Brunadæla: Rosenbauer NH40 sem afkastar 4000 l/mín við 10 bör og 400 l/mín við 40 bör, staðsett miðskips
Úðabyssur:
Á þaki: Rosenbauer RM24M handstýrður með  0-2400 l/mín. afköst
Á framstuðara: Rosenbauer RM25E rafstýrður með 1200 eða 2400 l/mín. afköst
Annar útbúnaður: Háþrýstislöngurúllur, froðublöndunarkerfi, stýring á dælu og úðabyssu úr ökumannshúsi, sjálfsettar keðjur og bakmyndavél.

Þessi bifreið hentar öllum slökkviliðum hérlendis. Með 5.000 l. af vatni, 500 l. slökkvifroðu, yfir 4.000 l. brunadælu bæði há og lágþrýsta. Fjórhjóladrifin. Ekki spurning.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....