Slökkvidæla og búnaður á sveitabæi

Davíð Rúnar slökkvistjóri Slökkviliðs Vesturbyggðar gerði athyglisverðar tilraunir með búnaði sem hentað getur vel á sveitabæi, þar sem langt er til slökkviliðs.


Dælan mun nýtast vel er upp kemur eldur og er auðveld í notkun. Skynsamlegt er að koma upp slíkum dælum sem víðast á sveitabæjum þar sem langt er í slökkvilið. Með þessu geta bændur byrjað slökkvistarf og ef eldur uppgötvast á byrjunarstigi þá eru verulegar líkur á að náist að ráða við hann.

Barki, sigti, dæla, Protek háþrýstistútur og Mantex 1"háþrýstislanga

Með slíkum búnaði geta ábúendur hafið slökkvistarf og slökkt alla minni elda eða haldið eld í skefjum þar til frekari aðstoð berst.

Dælan er með 8 m. löngum barka og frá henni eru þrjár 30 m. Mantex 1" háþrýstislöngur með D25 Storz háþrýstitengjum. Protek 360 1" háþrýstistútur með afköst upp í 150 l/mín.

Það tekur aðeins um 2 til 4 mínútur að tengja dæluna við úttak dráttarvélar. Við prófun var dælan aðeins um 30 sekúndur að ná upp vatni. Kastlengd var um 20 m. og skilaði stúturinn 150 l/mín.

Ekkert er því til fyrirstöðu að nota búnaðinn í önnur verk eins og þif, vökvun og dælingu.

Dælan mun nýtast vel er upp kemur eldur og er auðveld í notkun.

Skynsamlegt er að koma upp slíkum dælum sem víðast á sveitabæjum þar sem langt er í slökkvilið.  Með þessu geta bændur byrjað slökkvistarf og ef eldur uppgötvast á byrjunarstigi þá eru verulegar líkur á að náist að ráða við hann.



Hér eru myndir af tilrauninni.

Skýrslan í heild sinni.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....