Undanfarið höfum við afhent til Slökkviliðs Fjarðabyggðar og Alcoa Fjarðaáls Wenaas Pbi Kelvar hlífðarfatnað af sömu gerð og m.a. SHS
notar.
Fatnaðurinn er gerður úr Pbi/Kelvar efnum og með GORE-TEX vatns og öndunarvörn. Snið er hálfsíður jakki með bak síðara. Buxur eru
smekkbuxur. Fatnaðurinn í venjulegri útfærslu og sniði er vel búinn vösum, endurskinsmerkjum, krækjum fyrir hanska og maska og svo frönskum
rennilás og krækjum til lokunar. Fatnaðurinn er norskur og venjulega stuttur afgreiðslutími og verð er hagstætt miðað við fatnað úr
þessum efnum og af þessum gæðum.
Litur er gulleitur sem er litur efnisins. Það er því ekki hætta á að brenna lit úr efni og vel er sýnilegt þegar fatnaður verður
óhreinn. Góð lokun er í háls. Styrkingar með fóðrun á öxlum. Tveir vasar fyrir fjarskiptabúnað í jakka ásamt
tveimur öðrum hliðarvösum og svo er einn vasi að innan ásamt tveimur vösum fyrir hanska að innan. Stroff fyrir þumalfingur. Pbi efnisstyrkingar á
neðri hluta erma að aftan og frá hné og niður að framan (svart efni). Rennilás og franskur rennilás til lokunar á jakka og buxum ásamt
krækjum á jakka. Á baki jakka er öryggisbeltis festing þ.e. heilt stykki yfirsaumað til að verja öryggisbelti fyrir hita.
Buxur þrengdar í mittið með snúru. Tveir hliðarvasar á buxum. Sérstakur vasi fyrir hníf eða annað neðst á skálm.
Hægt að þrengja skálmar með snúru (snjó og vatnsgildra). Neðst á jakka og buxum og eins í ermum er vatnhelt Kelvar efni til styrkingar.
Buxurnar koma með tilbúnu sniði fyrir sigbelti sem er svo rennt í þar til gerðan rennilás.
Sjá frekari upplýsingar.
Handagangur í öskjunni við afgreiðsluna.