Slökkvilið Fjarðabyggðar ríður á vaðið og kaupir

Wenaas sjúkraflutningamannasamfestinga og Sportwool fatnað á liðsmenn sína. Innan skamms mun Slökkvilið Fjarðabyggðar fá fyrstir Wenaas samfestinga og einnig Sportwool fatnað en sá fatnaður er að stórum hluta úr Merino ull og þolir um 600°C en það er íkveikjumark hennar.
Hér stendur fyrirsætan við Pensi sjúkrabörur sem við bjóðum einnig

Ætlun okkar að leggja verulega áherslu á einkennisfatnaðinn úr Sportwool efnum en einnig Firewear fatnaðinn en þann fatnað seldum við m.a. til slökkviliðsins í Kosovo enda gæðamikill fatnaður og vel þekktur.

Um leið viljum við bjóða samfestinga og annan fatnað fyrir sjúkraflutningamenn. Þar er hægt að velja um samfestinga úr bómull og polyester og svo úr Nomex efnum.



Á baki er laust efni til merkinga

Fatnaðurinn er sérstaklega vandaður og má þvo við 60°C.  Endurskin er af tveimur gerðum þ.e. þetta venjulega gráa en svo er endurskin ferningsmynstrað grænt og grátt. Hliðarvasar eru á lærum og skálmum. Eins eru hliðar- vasar við mitti og þar er einnig hægt að komast í innan undir buxur. Á skálmum er rennilás til þrengingar og eins er á ermum franskur rennilás til þrengingar.

Brjóstvasar og vasar á upphandlegg. Á buxum eru kósar fyrir belti en við erum með gott úrval af allskonar hulstrum á beltin.

Spælar á öxlum. Gott snið og þægilegir.








Við munum eins fljótt og mögulegt er setja inn á heimasíðu okkar upplýsingar um Sportwool fatnaðinn en ef þið sáuð myndbandið af kirkjubrunanum þá var viðkomandi slökkviliðsmaður í Wenaas hlífðarfatnaði og Sportwool undirfatnaði.

Fatnaðurinn er til í mörgum gerðum og má skoða úrvalið m.a. á heimasíðu Wenaas og eins í þessum bæklingi.

Sportwool T-Bolur Við erum komnir með á lager nokkuð úrval og bjóðum þeim slökkviliðum sem áhuga hafa á að skoða og prófa fyrir okkur. Við höfum sjálfir prófað fatnaðinn undanfarið eða um tveggja mánaða skeið og er þetta ótrúlega þægilegur, hlýr og vandaður fatnaður. Þrátt fyrir þó nokkra þvotta og mikla notkun sér ekkert á.

Eiginleikar Merino ullarinnar eru að halda notandanum þurrum og að viðkomandi sé hlýtt við allar aðstæður. Polyester blandan eykur styrk og heldur litnum. Þetta saman gerir endingargóða og ódýra flík þegar til langs tíma er litið.

Vefnaðurinn er sérstakur og gerir það að verkum að raki fer í gegnum flíkina og situr utan á.



Flíkin límist því ekki við notandann. Vísindin segja að neikvætt hlöðnu rafeindirnar í líkamssvitanum og þær jákvæðu í ullinni dragist saman. Þannig flyst rakinn og svitinn frá líkamanum.

Tilraunir sýna að líkamshitinn er stöðugur (í hreyfingu) ef viðkomandi klæðist Sportwool fatnaði en ekki í Polyesterfatnaði. Uppsogseiginleikar eru 6 sinnum meiri í Merino ull en í Polyester efnum.

Skyndilegur aukinn hiti og að viðkomandi klæðist Sportwool fatnaði gerir líðan betri. Sportwool fatnaður úr Merino ull og íblöndu Polyester yst, er besta blandan.

Sportwool skyrtubolur stutterma


Reynslan er ekki bara tilkomin í tilraunastofu heldur eru þó nokkur slökkvilið með þennan fatnað. Einna fyrst var Greater Manchester County Fire Service (GMCFS) til að taka hann í notkun en þeir klæddust áður bómullarfatnaði. Sá fatnaður er eðlilega mun ódýrari í upphafi en ending, þægindi og styrkur lítill.

Við að draga úr raka er minni hætta á bruna og stöðugt hitastig eykur betri líðan.

Þegar á allt er litið er Sportwool fatnaðurinn besti kosturinn.