Slökkvilið Hornafjarðar fær beltistöskur

Fyrr í mánuðnum fékk Slökkvilið Hornafjarðar beltistöskur með búnaði og einnig Leathermann hnífa fyrir sína slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.

Við höfum ekki áður flutt inn þessa gerð af töskum en við höfum aðallega verið með á lager töskur og hulstur ýmiss konar frá PSP þeim birgja sem vð fáum sjúkratöskurnar frá. Hér má sjá úrvalið frá þeim.  Þær gerðir eru ekki með búnaði.


Þessi gerð sem Slökvilið Hornafjarðar valdi kemur fullbúin með búnaði eins og skærum, beltishníf hlustunarpípu, pinsettu, ljósi, rafhlöðum og  rúðubrjót.





LEATHERMANN



Að auki fengu þeir "original" Leathermann hnífa í hulstri.

Óþarft ætti að vera að kynna þá gerð af hnífum fyrir slökkviliðs- og björgunarsveitamönnum og konum.