Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fær aðra Tohatsu dælu


Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur fengið aðra Tohatsu dælu en þó nokkur slökkvilið erum með þessa gerð af lausum dælum enda öflugar og tiltölulega léttar dælur. Dælan verður sett í tankbifreið sem þeir eru að útbúa.  Fleiri gerðir sem sjá má ef smellt er á mynd.

Ef þið hafið áhuga og frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.

Dælan er búin bæði raf og handstarti. Snúningssogdæla er aðeins 5,5 sek. að sjúga úr 3ja m. hæð um 6m. langan 4" barka. Dælan er vatnskæld um soghlið og er með sjálfvirka yfirhitavörn.

Úttök eru tvö 2 1/2" snúanleg og með lokum. Inntak er 3 1/2" með 4" Storz tengi. Afköst eru miðað við 3ja m. soghæð eins og áður sagði 2.050 l./mín við 6 bar, 1.800 l./mín við 8 bar og 1.500 l./mín við 10 bar. Sem sagt geysiöflug dæla. einstaklega auðveld í notkun og í trefjaplasthúsi. Með fylgir ljóskastari.

Tohatsu brunadæla VC82ACE

Slökkvilið Norðurþings, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Bolungarvíkur, Slökkvilið Þingeyjarsveitar, Orkuveita Reykjavíkur, Slökkvilið Ísafjarðarbæjar, Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis, Slökkvilið Fjallabyggðar, Orkuveita Reykjavíkur, Slökkvilið Súðavíkur, Vertakafyrirtækið Arnarfell, Slökkvilið Langanesbyggðar, Slökkvilið Grenivíkur, Slökkvilið Borgarbyggðar og Slökkvilið Hornafjarðar eru með Tohatsu dælur. Fleiri slökkvilið erum með Tohatsu dælur eins og m.a. Slökkvilið Akureyrar, Fjarðabyggðar og Ölfuss. Mörg þessarar liða eru með fleiri en eina dælu.

Við fluttum dælurnar beint frá Japan en Tohatsu hefur komið upp lager í evrópu og þaðan fáum við dælurnar í dag. Varahlutaþjónusta hjá Tohatsu er frábær annað er ekki hægt að segja. Einstaklega stuttur afgreiðslufrestur. Smellið á dælumyndina og fáið allar upplýsingar um allar gerðir af Tohatsu dælum.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....