Slökkvilið Langanesbyggðar fær Tohatsu dælu

Fleiri  velja afkastamiklar, einfaldar, öruggar  og ódýrar Tohatsu slökkvdælur.  Slökkvilið Langanesbyggðar fær nú í dag Tohatsu VC72AS brunadælu sem afkastar 1.300 l/mín við 8 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 85 kg. Fyrir stuttu fengu  Slökkvilið Grenivíkur og Slökkvilið Borgarbyggðar Tohatsu dælur.
Dælan er búin bæði raf og handstarti. Snúningssogdæla er aðeins 6 sek. að sjúga úr 3ja m. hæð um 6m. langan 4" barka. Dælan er vatnskæld um soghlið og er með sjálfvirka yfirhitavörn.

Úttak er eitt 2 1/2" snúanlegt og með lokum. Inntak er 3 1/2" með 4" Storz tengi. Afköst eru miðað við 3ja m. soghæð eins og áður sagði 1.300 l./mín við 8 bar, 950 l./mín við 10 bar og 1.700 l./mín við 4 bar. Sem sagt geysiöflug dæla. einstaklega auðveld í notkun og í trefjaplasthúsi. Með fylgir ljóskastari.

Þessi dæla var m.a. valin þar sem hún verður geymd í nýrri slökkvibifreið þeirra Langanesbyggðar manna.

Klikkið á myndina og fáið frekari upplýsingar um Tohatsu lausar brunadælur.