Slökkviliðsstjórinn og hjólreiðamaðurinn Sigmundur Eyþórsson

kom hér við í fyrri viku með gjöf til okkar. Mynd af sjálfum sér auðvita og öðrum að vísu líka.
Myndina færði hann okkur að gjöf sem þakklæti fyrir þáttöku (stuðning) okkar í grenningar og þjálfunarátaki hans í fyrrasumar. Nei, annars þetta var ekki bara átak hans heldur var þetta frækinn hópur af Suðurnesjum sem voru þátttakendur í verkefninu "Hjólað til góðs sumarið 2006"

Átakið var árangursríkt  en safnað var fyrir langveik börn á Íslandi eða regnhlífarsamtökin Umhyggju sem eru samtök allra félaga langveikra barna.
Myndin af hjólaferðalaginu

Fyrir stuttu var slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð valinn Vestlendingur ársins 2006 (sjá hér) en þetta afrek fjórmenninganna af Suðurnesjum kom þeim í valið um Suðurnesjafólk ársins 2006 í að mati ritstjórnar og lesenda Víkurfrétta og vefsins vf.is (sjá hér). Það er ekki oft sem við sjáum slökkviliðsstjóra í framlínunni í slíku vali en það er bæði skemmtilegt og auðvita frábært.


Við gleymdum okkur í hrifningunni og tókum ekki mynd af afhendingunni en tókum mynd af myndinni til að birta. Henni verður komið fyrir í nýja húsnæðinu við fyrsta tækifæri.

Kærar þakkir fyrir okkur.