Spilliefnagámur fyrir Slökkvilið Akureyrar

Nú styttist óðum í spilliefnagám fyrir Slökkvlið Akureyrar. Gámurinn er byggður út frá sömu forsendum og einn gáma SHS sem komu á árinu 2007. Byggjandi er auðvita Wawrzaszek í Póllandi
Okkur hafa borist mjög vandaðar teikningar af gámnum en allt er teiknað fyrir smíðina í þrívídd.

Hér má sjá teikningar. Teikning 1teikning 2.

Gámurinn er með hlera sem lyft er upp og niðurfellanlegan pall en þar er tjaldað tjaldi utan um og þar geta eiturefnakafarar klæðst búningum sínum.

Mynd af gám fyrir SHS

Gámurinn er m.a. hugsaður fyrir Trelltent tjöldin (uppblásnu), Trelltent skoltjald og annan búnað sem SA fékk hjá okkur 2007.

Nokkur fyrirferð og þyngd er í þeim búnaði svo sérstakar hjólatrillur þarf ásamt sliskjum og keyra megi upp í og út úr gámunum. Sérstakur álkassi á hjólum er fyrir búnað frá tjöldunum.




Gámurinnr er með rennihurðir og þar fyrir innan sliskjur svo keyra megi búnað inn og út úr gámunum.  Mikið af geymslum og hirslum eru útdraganlegar á sleðum.

Gámurinn er með ljósamastur með 2 x 1000W ljóskösturum og er mastrið jafnframt loftdrifið með loftkút og pressu. Einnig er hann upphitaður með rafmagnsofnum. Ljós í loftum.

Í gámnum er er öflug ljósavél 13 kW. á palli. Gámurinn er einangraður og klæddur í hólf og gólf. Gólf eru klædd álplötum.

Hér eru myndir frá verksmiðjunni af gámnum á lokastigi. Verður tilbúinn á föstudag.

Að lokum eru hér teikningar af merkingum á gámnum. Smávægilegar lagfæringar á eftir að gera á merkingum.