Spilliefnaupphreinsiefni

Við erum þessa dagana að sanka að okkur ýmsum efnum og búnaði til að geta mætt þörfum slökkviliða vegna spilliefnaslysa.

Við höfum um langt árabil boðið og selt eiturefnabúninga og einnota búninga af ýmsum gerðum frá m.a. Trelleborg, Chemron, Kappler, DuPoint ofl. Yfirleitt erum við ekki með búninga á lager en afgreiðslutími er frekar skammur. Við höfum einnig verið með ýmislegt annað eins og verkfæri, dælur, hreinsiefni, ílát, sugur, þéttingar, þéttiefni, loftpúðasett ofl.

Nú í vikunni tókum við inn á lager tvær gerðir uppsogsefna eða upphreinsiefna sem koma frá Svíþjóð. Annars vegar er það efnið ABSOL sem vel er þekkt hérlendis og svo efnið ZUGOL.

Zugol erum við með í 40 lítra sekkjum sem vega 8 kg. Efnið er unnið úr furuberki án nokkurra kemískra aukaefna. Það er umhverfisvænt og má blanda öðru eftir notkun. Íkviknun ekki auðveld og brennur ekki við opinn loga, þó brenna megi eftir notkun. Hefur mikla ísogseiginleika gagnvart olíum, eldsneyti, parafínolíum, snittolíum, kælivökvum, fleyti, hreinsiefnum, málningu, þvagi, blóði ofl. Vinnur hratt, engin hætta heilsu manna eða vélahluta og má nota jafnt á legi sem láði.

Sem dæmi má nefna þá dregur 1 kg. Zugol í sig eftirfarandi magn efna:

Eldsneyti   2,04 kg. 
Díeselolía   2,36 kg.
Tréspíritus 1,78 kg.
Málning  4,33 kg.
Tríklóretýlen  3,40 kg.
Toulen   1,73 kg. 
Svartolía   3,07 kg
Svartolía úr geymi  4,99 kg.

Floteiginleikar eru góðir en 95% efnisins er á floti eftir 7 daga.

Verð á 40 l. sekk kr. 7.471,00 án VSK.


Absolerum við með í 35 l. sekkjum sem vega 18 kg. Efnið er m.a. framleitt úr sandi, sementi, kalki og vatni. Það er umhverfisvænt og við bruna (eyðingu) myndast alkalísk aska. Efnið dregur í sig ýmis lífræna vökva eins og t.d. vökva-, smur- og brennsluolíur. Fitu, uppleysiefni eins og þynnir, lakkhreinsi, lakk og aðra málningu. Við uppsog á efnum eins og díeselolíu, vökvaolíu, bensín, hindrar það íkviknun. Má jafnvel nota sem slökkviefni. Absolgerir sýrur hlutlausar og eftir 2 klst. Má gera ráð fyrir að aðeins sé eftir um 3 til 5% sýrunnar. Eftir 24 klst. Má gera ráð fyrir að sýran sé orðin hlutlaus og tilbúin til förgunar. Eins vinnur Absolá alkalískum efnum eins og Natrónlút og ammóníaki. Absoler hálkueyðandi efni og slökkviefni á málmelda.

Sem dæmi má nefna þá dregur 4 l. Absolí sig um 1 l. af olíu og 10 l. af Absoldraga í sig 1 l. af sýru. 

Verð á 35 l. sekk kr. 9.849,00 án VSK.



Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið áhuga á þessum uppsogsefnum. Möguleikar á að fá þessi efni í sokkum og koddum.