Stjörnugolf til styrktar SKB

Nú í síðustu viku var Stjörnugolf haldið en það var að þessu sinni til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Tveir áhugamenn þeir Ágúst Guðmundsson og Björgvin Vilhjálmsson standa fyrir Stjörnugolfi og hafa fengið til stuðnings fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Tilgangur Stjörnugolfs er góðgerðasöfnun og er þannig að fyrirtæki eru með frjálst framlag til styrktar málefninu og fá þannig þátttökurétt fyrir eitt tveggja manna lið í mótinu. Fyrirtækin sem taka þátt í mótinu spila í holli með einu af stjörnuliðunum með texas scramble sniði.

Að þessu sinnu tóku stjórnarformaður og varaformaður okkar þátt í mótinu og spiluðu þeir á móti ekki lakara leikaragengi en Erni Árnasyni og Sigurjóni Sighvatssyni. Ekki ónýtt það.

Ólafur Ágúst Ólafsson fyrir miðju og Sveinn Snorrason
Við kynningu í upphafi mótsins kom fram stjórnarformaður okkar og varaformaður Ólafur Ágúst Ólafsson og Sveinn Snorrason eru með elstu kylfingum landsins og eins og þeir segja jafn gamlir íþróttinni á Íslandi. Það er ekki heldur ónýtt.

Það er skemmst frá að segja og eins og við mátti búast rúlluðu okkar menn upp leikaragenginu.

Hér má sjá frekar af Stjörnugolfinu.