SuperPASS II Viðvörunarflauta (ýla) til viðskiptavinar

Frá Interspiro kaupum við SuperPASS II non-movement alarm eða viðvörunarýlur. Einn viðskiptavina okkar var að fá nokkrar slíkar ýlur frá okkur fyrir nokkru.

Ef að slökkviliðsmaður verður meðvitundarlaus við björgunarstörf þá getur SuperPASS II Viðvörunarýlan bjargað lífi hans. Hreyfingarleysi í 18-23 sekúndur þá fer SuperPASS II í Pre-Alarm mode eða Fyrir-Viðvörunarham. Við það blikka stöku sinnum fjögur rauð LED ljós og hljóðmerki heyrist sem stigmagnast í styrk. Eftir 30-35 sekúndur fer SuperPASS II í Full Alarm mode eða Fullan Viðvörunarham. Við það blikka LED ljósin mjög hratt og hljóðmerkið verður einstaklega hávært og breytir reglulega um tón.

SuperPass II Reykkafaraýla

SuperPASS II er einstaklega handhægur búnaður og auðvelt að staðsetja á þann búnað sem þegar er fyrir hendi hjá slökkviliðsmönnum. Hægt er að setja Viðvörunarflautuna í gang með því að smella á hnapp og hægt er að slökkva á henni með því að smella samstundis á hnappana á sitt hvorri hliðinni.

Einnig er hægt að versla SuperPASS II Viðvörunarflautuna með hitaskynjara. Hitaskynjarinn virkar þannig að eftir ákveðinn tíma við mikinn hita þá fer Viðvörunarflautan í gang. Upplýsingar um hitastig og tímamörk má finna hér undir Technical Data.

Ef frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is

Fleiri myndir og upplýsingar hér