Sveitarfélög, fjármálastofnanir og tryggingarfélög afhenda eldvarnabúnað

Undanfarið hafa nokkur sveitarfélög ásamt fjármálastofnunum og Tryggingarmiðstöðinni afhent að gjöf  eldvarnabúnað til íbúa og viðskiptavina að gjöf.
Við höfum átt þess kost að taka þátt í þessum verkefnum með Ningbo slökkivtækjum, Ningbo eldvarnateppum og Garvan reykskynjurum..

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við eigum aðild að slíkum verkefnum en mörg sveitarfélög hafa það að reglu að færa nýjum íbúum að gjöf eldvarnabúnað.

Eins hafa nokkur sveitarfélög  staðið mjög myndarlega að slíkum forvörnum og látið hverjum íbúa í té slíkan búnað.  Oftast  hefur það verið  slökkivtæki, reykskynjarar og eldvarnateppi en  nokkrir hreppar hafa fært íbúum sínum brunaslönguhjól að auki.

Á tiltölulega nýrri heimasíðu Brunavarna Húnaþings Vestra kemur fram frétt um slíkt átak og má lesa um það hér.

Við viljum nota tækifærið og óska Brunavörnum Húnaþings Vestra til hamingju með heimasíðuna og við munum fylgjast með fréttum á henni.