Það er ekki skorað í hverjum leik

Í dag var opnað útboð á vegum SHS í gámalyftubifreið og eins og fyrirsögn fréttarinnar segir vorum við ekki á markaskónum í þessum leik enda kannski ekki von þar sem umboðsaðilar undirvagna buðu einnig og í verði slíkrar bifreiðar er lyftan ekki stór hluti. Eðlilegt er því að þeir skori. Sá búnaður sem settur er á bifreiðina er ekki stór hluti heildarverðsins eins og þegar byggð er slökkvibifreið en í slíka byggingu fara 2.400 til 2.800 vinnustundir.

Bifreiðin er vel búin með vökvadrifnu spili og óskað var efir lyftu af sömu eða sambærilegri gerð og er á bifreið SHS eða Joab lyftu.

Bifreiðin á að vera 6 x 2 á loftfjöðrum með minnst 400 hestafla vél. Við burðum Scaníu 6x2 420 hestöfl sem uppfyllti allar kröfur SHS og rúmlega það Joab 20 tonna lyftu en farið var fram á 17 tonna lyftigetu.

Til að finna samaburð leyfðum við okkur að nota gengi Seðlabanka Ísalnds í gær og við það féll umboðsaðili Scanía í 1. sætið. Vera má að þetta sé ekki alveg rétt hjá okkur. Það kemur þá í ljós.

 
Bjóðandi Kr. Tegund Afgreiðslutími
       
Hekla hf. 15.303.255 Scania Joab Samkomulag
Kraftur hf. 15.318.352 MAN-PALFINGER PALLIFT 5 mánuðir
Vélaborg ehf. 15.420.120 DAF Trucks/Joab Vika 52
Kraftur hf. 16.789.764 MAN JOAB 5 mánuðir
Ólafur Gíslason & Co hf. 19.913.104 Scania Joab Jan/feb 2008