Þessa dagana er verið að dreifa Gallet F2 Xtrem hjálmum

Rkí er þessa dagana að dreifa Gallet F2 Xtrem hlífðarhjálmum fyrir sjúkraflutningamenn. Með hjálmunum eru hlífðargleraugu og Peli MityLite 2430 ljós með rofa og hjálmfestingu. Gallet F2 Xtrem hjálmur í umferðina
Framtakið er lofsvert og viljum við með þessari frétt aðeins upplýsa ykkur frekar um þennan búnað. F2 Xtrem hlífðarhjálmarnir eru hugsaðir fyrir ýmsa starfsemi. Þeir eru léttir aðeins frá 650 g. að þyngd en þessi gerð er um 780 g. með gleraugum og ljósi. Auðvelt er að stilla þá en stærðir eru frá 52 til 64 sm. Flokkun þeirra fer eftir við hvaða aðstæður þeir eru notaðir.
Hjálmakassastæða




Ein gerðin er fyrir slökkvistörf  t.d. þegar skógareldar geysa,  ein fyrir þá sem eru í umferðinni eins og sjúkraflutningamenn, lækna, bráðatækna, hjúkrunarfólk og lögreglu, ein gerðin fyrir þá sem vinna við hættulegar aðstæður t.d. rústabjörgun og önnur almenn björgunarstörf ofl. og ein við iðnaðarstörf. Mjög fjölbreytt notkun. Fylgja hjálmarnir þá stöðlum eins og t.d. EN 397 og EN 12492. Þeir fást í ýmsum litum eins og bláu, rauðu, gulu, svörtu, hvítu og með enduskinsmerkjum einnig í ýmsum í litum.




Peli MityLite 2430 Xenon ljós
Peli ljósið 2430 MITYLITE™ PLUS 4AA. Það sem er einstakt við Mitylite™ Plus 4AA er rofinn á botni til að kveikja og slökkva. Aðeins þarf að nota aðra hendina við þann verknað. Húsið er úr ABS plastefni sem er einstaklega öflugt og nánast ómögulegt að eyðileggja. Það er vatnsvarið (niður á 75m. dýpi) og úr sterku plastefni og með Xenon peru sem skilar sterkum geisla og 32 lúmum (10.000 cp.). Með hverju ljósi er snúra og hjálmafesting. Ljósið er með kraga sem hleypir ljósi í gegnum sig.


Hér má lesa frekar um allar gerðir hjálma og Peli ljósa.