Þeytingur eða loftbólumyndun í miðflóttaaflsdælum

Þjónustulið Egenes Brannteknikk AS er duglegt við að senda frá sér fréttabréf varðandi fyrirbyggjandi viðhald og notkun ýmis búnaðar og tækja í slökkvibifreiðum.
Helsti sérfræðingur þeirra er Björn Tore Sandsmark en hann  hefur mikla þekkingu á öllu sem við kemur  slökkvibifreiðum og búnaði. Við leitum oft til hans með fyrirspurnir og vandamál og ávallt hefur hann leyst þau.

Nú hefur hann skrifað um þeyting eða loftbólumyndun eða "kavítasjón" í miðflóttaaflsdælum og segir það versta óvin miðflóttaaflsdælunnar. Þeytingur skapast við þær aðstæður þegar dæla fær minna vatn að sér en hún á að skila frá sér.

Þetta gerist við þær aðstæður þegar sogbarki er of lítill miðað við það vatnsmagn sem dælan getur skilað frá sér. Þegar of lítið vatn kemur að dælunni myndast loftbólur sem í sjálfu sér eru ekki skaðvaldurinn á þessu stigi heldur þegar síðan þegar aukið er vatnið og þrýstingur að dælunni verður þrýstingsaukning sem skaðar dæluhjól, legur, hverfla og jafnvel dæluhús.

Til að stöðva þeyting þetta er hægt á snúningi dælunnar og lokað fyrir einhver úttök dælunnar eða þar til þau eru í samræmi við það vatnsmagn sem er að koma að dælunni.

Þegar þeytingur eða loftbólumyndun á sér stað er hljóðið frá dælu eins og að hún sé full af grjóti sem kastist til.

Komist hjá þessu þvi þetta skemmir dælurnar og dregur úr afköstum þeirra. Gætið þess að færa minnst jafnmikið vatn að dælu og þið ætlið að fá frá henni. Notið afköst dælunnar að fullu.

Sjá fréttabréf og hér getið þið farið inn á heimasíðu EgenesBrannteknikk og séð eldri fréttabréf.

Fyrir stuttu var fjölluðum við um vatnstanka og nauðsyn þess að fylgjast með aðskotahlutum og óhreinindum i þeim. Sjá hér.

Ef ykkur vantað aðgengi að varahlutalistum yfir Rosenbauer dælur, tæki og búnað þá getið þið séð það hér.