Við erum á lokasprettinum að ganga frá kerruvagni þeim sem Brunavarnir Suðurnesja eru að fá en um leið koma bifreiðarnar fyrir Austurbyggð og
Ölfus.
Til að leyfa grafíska hönnuðunum hjá Wawrzaszek að spreyta sig á verkefninu þá sendi Sigumundur slökkviliðsstjóri mér
þessar myndir sem eru hér á síðunni.
Ég verð að viðurkenna að sjaldan eða aldrei hefur komist betur til skila hvað býr að baki "lookinu" sem beðið er um.
Þetta eru flottar myndir af Rosenbauer Scaniu Brunavarna Suðurnesja en þetta var fyrsta Scanian sem kom hingað sem slökkvibifreið og eins með ýmsum
nýjungum sem ekki voru komnar hingað eins og t.d. loftfjöðrun eins og sést að verið er að nota á einni myndinni.
Þessi bifreið er mjög vinnuvæn og eina bifreiðin sem við höfum flutt inn og selt sem ekki var fjórhjóladrifin. Allar læsingar þó
fyrir hendi. Hér eru þeir að æfa á höfninni.
3" slöngulagnir (bláar) tengdar í 1.900 l/mín úðabyssu. Sjá má vandaðan frágang á geymslu fyrir reykköfunarkúta
einföld og örugg.
Mig grunar að það séu ekki allir liðsmenn Brunavarna Suðurnesja sem eru á myndinni en að líkindum er sá sem lengst er til vinstri annar
tvíburanna frá SHS. Svo er einn með Rosenbauer hjálm en þeir hjálmar eru ekki hjá BS ef ég man rétt. Kannski var þetta
námskeið ?
Í lokin er svo mynd af vatnsflutningabifreið Brunavarna Suðurnesja en það er bifreið sem gerð var upp og endurbyggð á heimaslóðum. Tekist
hefur mjög vel til. Föst dæla er á bifreiðinni.