Tohatsu brunadælur á Rauða hananum

Undanfarin ár höfum við aðallega flutt inn og selt Tohatsu lausar brunadælur. Bæði eru það öflugar dælur og mjög svo hagstæðar í verði. Mjög góð reynsla er af dælunum.
Á Rauða hananum sýndu þeir allar gerðir af Tohatsu dælunum ásamt því að sýna brunndælur frá systurfyrirtæki.

Við kaupum dælurnar beint frá Japan en eigum líka kost á að taka þær frá birgja okkar í Póllandi Wawrzaszek.

Nýjustu gerðirnar eru fjórgengis dælur og eru þær af tveimur gerðum. Stærri gerðin hefur verið á markaði í rúmt eitt ár en sú minni var sýnd í fyrsta skiptið nú.

Smellið á myndina og sjáið fleiri myndir af sýningunni.


Tohatsu VF21AS fjórgengisdælan vegur aðeins 52 kg.  Skilar 500 l/mín við 6bar og 250 l/mín við 8bar og 3ja m. soghæð. Sjá bækling.

Flestar dælur af Tohatsu gerum sem við höfum selt eru gerðir VC82 og VC72 sem eru öflugustu dælurnar en sú öflugri skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3ja m. soghæð.

Allar frekari upplýsingar um Tohatsu dælur má lesa hér.



.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....