Trelleborg á Rauða hananum 2010

Margar nýjungar voru sýndar í bás Trelleborgar á Rauða hananum en frá þeim kaupum við eiturefnabúninga og uppblásin tjöld.
Trelleborg er einnig með eldþolinn hlífðarfatnað fyrir slökkviliðsmenn, skolsturtur í sérstökum tjöldun, undankomutæki og Viking kafarabúninga.

Á sýningunni voru kynntar nýjar gerðir af eiturefnabúningnum og ýmsum öðrum búnaði. Hér má sjá myndir frá sýningunni.

Trellchem EVO er gerð sem kemur í stað HPS sem hefur verið öflugasti búningurinn. Ekki eru margir slíkir búningar hérlendis.

EVO er viðurkenndur samkvæmt EN 943-1, EN 943-2 og NFPA 1991:2005 og eins ýmsum valfrjálsum viðurkenningum sem koma að vörnum gegn eldi og vökvakenndum hættulegum vökvum.

Samsetning efnisins í búningnum gefur mikið þol gagnvart eldi og efnum. Nomex hluti efnisins.

Afrafmagnaður samkvæmt staðli EN 1149-5.

Miðað við efnavarnargildi er búningurinn þjáll og þægilegur.

Prófaður eftir CWA kröfum (efnahernaður).

ET (Emergency Team) gerðin (EN 943-2) er með HCR gerðina af rennilás. Hanskar eru festir með Trellchem Bayonnet hringjabúnaðnum eins og velflestar gerðir Trellchem búninga í dag.
  Trellchem Splash 2000P er varnarbúningur með skvettuvörn. P gerðin er sérstaklega gerð fyrir öndunarbúnað (rafdrifnum) sem komið er fyrir á baki.

Búningurinn henta fyrir þá  sem þurfa að vinna langtímum í slíkum fatnaði. Allt að 4 klst.

Viðurkenndur samkvæmt EN 14605 gerð 3. Lekaprófun að innan samkvæmt EN 943-1 sem er sambærilegt við EN 12941 TH3P.

Lokað snið/hönnun með lausu lofti um öndunarbúnað.

Afrafmagnaður samkvæmt staðli EN 1149-5.

Hanskar eru festir með Trellchem Bayonnet hringjabúnaðnum eins og velflestar gerðir Trellchem búninga í dag.

Víður og hár útsýnisskermur. Gott útsýni. Vatnsheldur rennilás á baki.
Trellchem NEO er gerð sem kemur í stað TLU (Limited Use) sem er eiturefnabúningur af svokallaðri Limited Use gerð sem eru búningar með takmarkaða notkunarmögleika eftir efnum og hversu oft notaðir enda verð í samræmi við það.

Trellchem NEO er viðurkenndur samkvæmt EN 943-1, EN 943-2/ET og NFPA 1991 sem sjálfstæður fatnaður án yfirfatnaðar.

Trellchem NEO búningurinn er öðruvísi þar sem hann má nota oftar og lengur. "Limited Use" var eldri gerðin en þessi er "Limited Re-Use" gerð.

Ný gerð af efni sem er með mun meira notkunarþol og gert fyrir mikla notkun.

Efnið mjúkt og marglaga með innbyggðri efnavörn. Efnið er létt til að auka þægindi.

Prófaður eftir CWA kröfum (efnahernaður).

ET (Emergency Team) gerðin (EN 943-2) er með HCR gerðina af rennilás. Hanskar eru festir með Trellchem Bayonnet hringjabúnaðnum eins og velflestar gerðir Trellchem búninga í dag.
 
  Ný gerð af eldþolnum hlífðarfatnaði fyrir slökkviliðsmenn viðurkenndur samkvæmt EN469:2005 (Level 2).

Efnið þriggja þátta.

Mörg mismunandi snið og litir.

Með vösum, lykkjum, endurskini ofl. eftir óskum viðskiptavinarins.
Viking köfunarbúningar. Margar gerðir. Á sýningunni var sýnd ný gerð. Aðra mynd af nýja búningnum má sjá hér.

Efnið í nýja búningunum er Nylon/Butyl/Nylon þríþætt mjög sterkt.

Mjög léttur og þægilegur í notkun.

Sérstök suðutækni er notuð á alla sauma "Vulca-Seam" til að ná fram algjörlega vatnsþéttum saumum.

Sérstaklega vandaður afseglaður rennilás með yfirvörn.

Ýmsar hlífar á stöðum þar sem þess er þörf.

SOLAS Endurskin.
 




.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....