Eftirfarandi eru svör háttvirts umhverfisráðherra við fyrirspurn þingmannsins frú Rannveigar Guðmundsóttur á
löggjarfarþinginu 1998 til 1999. Mikill fróðleikur liggur í svörum ráðherrans sem væntanlega eru fengin frá Brunamálastofnun.
Þar sem þetta er opinbert skjal datt okkur í hug að setja þetta í frétta dálkinn okkar. Það eru þarna skýringar sem við
hnjótum um og höfum leyft okkur að feitletra með rauðum lit.
Varðandi lið 4. væri fróðlegt að fá að vita hver vegna ekki er tæmandi listi yfir seljendur og innflytjendur þar sem
Brunamálastofnun þarf að samþykkja innflutning hverrar einstakrar bifreiðar. Það hefði ekki átt að vefjast fyrir neinum. Ef ekki í umsóknum
um staðfestingar til þeirra þá í upplýsingum frá Hagstofu.
Varðandi lið 5. væri fróðlegt að vita hvaða samsvarandi stofnanir við Brunamálastofnun í nágrannalöndunum
eru í því að veita slíkar upplýsingar ?
123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1222 — 605. mál. |
|
Álit samkeppnisráðs
|
Svar
umhverfisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um öryggis- og brunamál.
1. Er haft reglulegt eftirlit
með slökkvibifreiðum út frá almennum og sérstökum öryggis kröfum sem gera þarf til slíkra tækja og hvernig er því eftirliti
háttað?
Slökkvibifreiðar eru skráningarskyld ökutæki skv. 63. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, með síðari
breytingum. Dómsmálaráðherra setur reglur um skoðun skráningarskyldra ökutækja, þar á meðal um það hverjir annist skoðun
þeirra, hve oft, hvar og hvenær almenn skoðun skuli fara fram og að öðru leyti um framkvæmd hennar, sbr. 67. gr. umferðarlaga. Þá setur
dómsmálaráðherra reglur um gerð ökutækja og búnað þeirra og öryggis- og verndarbúnað fyrir ökumann og farþega, sbr. 1. mgr.
60. gr. sömu laga. Skoðunarstöðvar skoða slökkvibifreiðar með tilliti til þessara reglna og er eftirlit með því að
slökkvibifreiðar séu færðar til skoðunar í höndum löggæslumanna. Vinnueftirlit ríkisins skoðar búnað svonefndra körfu- og
stigabifreiða á hverju ári skv. VII. kafla laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari
breytingum. Þá skoða starfsmenn Brunamálastofnunar ríkisins reglulega dælubúnað slökkvibifreiða um leið og námskeið eru haldin fyrir
slökkvilið sveitarfélaganna, sbr. 2. gr. laga nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál.
2. Hvaða
gæðakröfur eru gerðar við kaup á slökkvibifreiðum, á nýjum bifreiðum annars vegar og notuðum hins vegar? Er miðað við
almennar staðlaðar reglur um gæði í því sambandi?
Slökkvibifreið er bifreið sem er búin slökkvidælu og eftir atvikum vatnsgeymi. Í bifreiðinni er
rými fyrir slökkviliðsmenn og skápar til að geyma búnað til slökkvistarfa. Slökkvibifreið skal fullnægja kröfum samkvæmt reglum um
gerð og búnað ökutækja sem dómsmálaráðherra setur á grundvelli 1. mgr. 60. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987. Brunamálastofnun ríkisins
hefur eftirlit með og samþykkir slökkvibúnað nýrra og notaðra slökkvibifreiða, þar á meðal slökkvidælur, sbr. c-lið 4. mgr.
2. gr. laga nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál. Rétt er að taka fram að á síðastliðnum mánuðum hefur verið
unnið að samningu reglugerðar um slökkvilið og búnað þeirra. Notaðar slökkvibifreiðar hafa í 8 af 11 tilvikum verið keyptar frá
Þýskalandi. Í þeim tilvikum hefur Brunamálastofnun ríkisins gengið eftir því að viðkomandi bifreið hafi verið skoðuð af
þýskum eftirlitsstofnunum, svo sem TÜV (Technische Überwachung Verein), BSÜ (Brandschutz Überwachung) og AÜ (Automobile Überwachung), og
dælubúnaður prófaður af löggiltri skoðunarstöð. Að því búnu hefur Brunamálastofnun samþykkt búnað umræddra
slökkvibifreiða.
3. Hversu margar
slökkvibifreiðar voru keyptar til landsins á árunum 1988–98 að báðum árum meðtöldum? Hversu margar þeirra voru keyptar nýjar og
hversu margar voru notaðar? Hver var aldur notuðu bifreiðanna? Hvert var verð bifreiðanna? Þessar upplýsingar óskast sundurliðaðar eftir árum og
eftir því hvort bifreiðarnar voru keyptar
a.
til Reykjavíkur,
b.
utan Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunamálastofnun ríkisins voru 25 slökkvibifreiðar, þar af 11 notaðar,
keyptar hingað til lands á umræddu árabili. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um kaupverð þessara bifreiða, en
sveitarfélög taka ákvarðanir um kaup á slökkvibifreiðum. Á hinn bóginn liggur fyrir að í þeim tilvikum þar sem
sveitarfélag hefur tekið ákvörðun um kaup á notaðri slökkvibifreið er ástæðuna fyrst og fremst að rekja til hagstæðs
innkaupsverðs miðað við ástand og búnað bifreiðar. Þessar bifreiðar hafa að jafnaði verið eknar um 20–40
þúsund kílómetra en til samanburðar má geta þess að hér á landi er í notkun slökkvibifreið sem var
gerð upp eftir að henni hafði verið ekið um 400 þúsund kílómetra.
Til Reykjavíkur |
Utan Reykjavíkur |
|
|
Ný |
Notuð |
Ný |
Notuð |
Framleiðsluár notaðra bifreiða |
1988 |
|
|
1 |
|
|
1989 |
|
|
|
|
|
1990 |
1 |
|
1 |
|
|
1991 |
|
|
|
|
|
1992 |
|
|
1 |
|
|
1993 |
|
|
3 |
2 |
1979, 1983 |
1994 |
|
|
1 |
1 |
1980 |
1995 |
|
|
2 |
1 |
1979 |
1996 |
|
|
|
2 |
1979, 1989 |
1997 |
|
|
|
1 |
1984 |
1998 |
1 |
|
3 |
4 |
1980, 1982, 1980, 1984 |
Samtals |
2 |
0 |
12 |
11 |
|
4. Hverjir voru seljendur
bifreiðanna sem voru keyptar á þessum árum og hvaða ástæður réðu vali á seljendum?
Samkvæmt upplýsingum Brunamálastofnunar ríkisins eru söluaðilar þeirra slökkvibifreiða sem um
ræðir Múlatindur hf., Kraftur hf., Eldvarnamiðstöðin hf. og Ístraktor hf. Ákvörðun um kaup á slökkvibifreiðum er alfarið í
höndum sveitarfélaganna.
5. Hefur Brunamálastofnun
eða starfsmenn hennar haft milligöngu við kaup sveitarfélag anna á slökkvibifreiðum og öðrum aðbúnaði? Ef svo er, hvernig hefur þeirri
milligöngu verið háttað?
Í a-lið 4. mgr. 2. gr. laga nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál, með síðari breytingum, segir að
Brunamálastofnun ríkisins skuli leiðbeina sveitarstjórnum um allt það er lýtur að brunavörnum. Í samræmi við framangreinda skyldu hefur
Brunamálastofnun, að beiðni einstakra sveitarfélaga, veitt upplýsingar um notagildi slökkvibúnaðar. Í þessu sambandi skal tekið fram að
skv. c-lið 4. mgr. 2. gr. sömu laga skal Brunamálastofnun hafa eftirlit með og samþykkja slökkvibúnað. Smærri sveitarfélög hafa í nokkrum
tilvikum ákveðið að festa kaup á notaðri slökkvibifreið sökum þess að tekjur sveitarfélagsins hafa að mati sveitarstjórnar ekki
leyft kaup á nýrri bifreið. Brunamálastofnun hefur því veitt upplýsingar um endingu og reynslu slökkviliða af einstökum
bifreiðum þegar um það hefur verið beðið. Í einstökum tilvikum hefur starfsmaður stofnunarinnar, að beiðni viðkomandi
sveitarfélags, farið utan og veitt upplýsingar um notagildi þeirra bifreiða sem í boði hafa verið m.a. á grundvelli upplýsinga frá samsvarandi
stofnunum í nágrannalöndum. Aftur á móti hefur stofnunin ekki haft milligöngu um kaup á slökkvibifreiðum eða öðrum
búnaði. Þó ber að geta þess að mörg sveitarfélög nota enn slökkvibifreiðar af gerðinni Bedford sem voru keyptar hingað til lands
fyrir u.þ.b. þremur áratugum. Umræddar bifreiðar hafa reynst vel hér á landi. Tími þeirra er hins vegar að renna á enda en þær
þykja vera gamaldags og stirðar í notkun. Brunamálastofnun hefur reynt að sjá til þess að varahlutir væru til í landinu vegna þess að
með tímanum hefur reynst æ erfiðara að útvega þá. Verða þeir Bedford-bílar sem slökkviliðin hætta að nota þá
nýttir í varahluti.
6. Telur ráðherra
að milliganga Brunamálastofnunar eða starfsmanna hennar samræm ist hlutverki stofnunarinnar sem eftirlitsaðila og ráðgjafa sveitarfélaganna?
Samkvæmt upplýsingum Brunamálstofnunar ríkisins hefur stofnunin leiðbeint
sveitarstjórnum um brunavarnir en ekki mælt með sérstökum tækjum, enda samræmist það ekki hlutverki stofnunarinnar.
7. Telur ráðherra
að hagkvæmni fyrir viðkomandi fyrirtæki hafi ávallt ráðið vali á selj anda slökkvibifreiða?
Sveitarfélög taka sem fyrr segir ákvörðun um kaup á slökkvibifreiðum með hliðsjón af
þörfum og því fé sem til þess á að verja. Ráðuneytinu er ekki kunnugt um annað en að sveitarfélög hafi tekið
ákvarðanir um kaup á slökkvibifreið á grundvelli faglegra sjónarmiða sem í mörgum tilvikum hafa byggst á
ráðgjöf Brunamálastofnunar ríkisins.
8. Telur ráðherra
að ráðgjöf opinberrar stofnunar um einn seljanda slökkvibifreiða til sveitarfélaganna samræmist samkeppnislögum?
Samkvæmt upplýsingum Brunamálastofnunar ríkisins hefur stofnunin í samræmi við c-lið 4. mgr. 2. gr.
laga nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál, eingöngu veitt sveitarfélögum upplýsingar um tæknileg málefni varðandi gerð og búnað
slökkvibifreiða, enda samrýmdist annað ekki hlutverki stofnunarinnar.
9. Til hvaða
ráðstafana hefur verið gripið til að uppræta samskiptaörðugleika milli Eld varnaeftirlits Reykjavíkur og Brunamálastofnunar sem fram hafa komið
í fjölmiðlum?
Ráðuneytið hefur þegar haldið fund með Reykjavíkurborg sem er ábyrg fyrir eldvarnaeftirliti í
Reykjavík lögum samkvæmt, fulltrúum eldvarnaeftirlits Reykjavíkur og brunamálastjóra um samskipti þessara aðila og mun ásamt Reykjavíkurborg
kappkosta að bæta þau að svo miklu leyti sem þau eru ekki eðlileg, sem þau eru í langflestum tilvikum.