Útboð Rauða krossins sem opnað var 5 maí 2003.

Í meðfylgjandi skjali er hægt að sjá röðun bjóðanda. Röðun var í við öðruvísi en við höfum séð áður. Forvitnilegir  nýir bjóðendur. Við erum fullvissir að hafa boðið besta verðið miðað við gæði en við bjóðum frá Profile í Finnlandi sem er stærsti framleiðandi sjúkrabíla í Norður Evrópu og sem uppfyllir allar evrópskar kröfur hvað varðar öryggi, byggingu, búnað og undirvagna.

 

Nú fyrst er óskað eftir breyttum innréttingum og leitað annarra undirvagna en keyptir hafa verið mörg undanfarin ár.

Okkar tilboð miðuðust við tvær gerðir undirvagna þ.e. MB Sprinter og Ford Transit. Báðar gerðirnar verið mikið notaðar til bygginga sjúkrabifreiða.

Beðið var um afgreiðslu fyrstu bifreiðanna í haust og verður því eflaust ekki löng bið eftir ákvörðun um kaup en aðalþáttur ákvörðunar er verðið eins og kom fram í útboðsgögnum.

Skoðið heimasíðu Profile sem er www.profilecom.fi en þar getið þið skoðað ýmsar gerðir undirvagna, innréttingar ofl. Innréttingu getið þið skoðað eins og þið séu staddir inni í bifreiðinni.

Benedikt Einar Gunnarsson

Profile sjúkrabifreiðar


Profile sjúkrabifreiðar