Útrás Ó.G. & Co hf. Eldvarnamiðstöðvarinnar

Í mars síðastliðnum tókum við þátt í útboði á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir íslensku friðargæsluna sem sér um flugvöllinn í Pristina í Kósóvó. Sex mismunandi fyrirtæki tóku þátt í þessu útboði og eftir opnun voru tvö sem komu til greina þ.e. við og annað fyrirtæki í Evrópu.


Hér var á ferðinni talsvert stórt útboð en það féll vel að því úrvali búnaðar og tækja sem við höfum boðið og selt slökkviliðum hér. Við ákváðum því að bjóða samskonar búnað og tæki í þessu útboði með þeim árangri að tilboði okkar var tekið nú í júní síðastliðnum og höfum við verið að afgreiða sendingar af búnaði til Pristína síðan þá frá mismunandi framleiðendum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Að okkar mati felst í þessu mikil viðurkenning á því að sá búnaður sem í boði er fyrir slökkvilið hérlendis og þau hafa valið að kaupa og nota og í mörgum tilfellum er innflutningur okkar tilkominn vegna ábendinga frá þeim, er samkeppnishæfur í gæðum og ekki síst verði í slíkt útboð Sameinuðu þjóðanna. Í Kósóvó hafa starfað þrír slökkvistjórar á vegum íslensku friðargæslunnar þeir Stefán Björnsson, Óskar Óskarsson og nú Fróði Jónsson.

Hér á eftir er upptalning á búnaði, tækjum og verkfærum. Allt samkvæmt EN, NFPA eða OSHA stöðlum og eða kröfum.

Ary Konfeksjon eldgallar voru valdir af gerðum 501 (hálfsíður jakki) og 502 (smekkbuxur) úr PBI/Goretex efnum gulbrúnir á lit. Ary vinnuskyrtur, buxur og samfestingar úr FireWear efni eldþolnu. Ary hlífðarjakki úr samskonar efni en með endurskini (rúðum).

Öryggisstígvél af gerðinni Servus með endurskini, hvítum sóla, öryggis tá og sóla. Leðurhanskar af gerðinni Fireman VI leður með Nomex stroffi. Reykköfunarhettur tvöfaldar úr Nomex Lensing efnum, hvítar af gerðinni FireBrigade.

Firedome FXE Bullard hlífðarhjálmar í mismunandi litum með hlífðargleri og hnakkahlíf.

NextGen LSE skvettubúningar, DuPoint CPF3 eiturefnabúningar. Mat 401 og 402 upphreinsimottur fyrir olíur og ýmis önnur efni. 

Brunaslöngur af gerðinni Guardman í stærðum 38, 51, 65 og 75 mm. með Storz tengjum. Lengdir voru 20 til 25 m. Alls um 1,6 km. Slöngur með nítríl gúmmí að utan og innan.

Úðastútar af Castek gerð 366 1 1/2" stillanlegir 115 til 475 l/mín. Úðabyssa (monitor) af Castek gerð 2 x 2 1/2" með úðastút af Castek gerð 830 sjálfvirkur og skilar 1.135  til 3.785 l/mín. Á fótum.

Storz tengi af ýmsum stærðum og gerðum með BSP eða NST gengjur. Greinistykki B-CBC, Safnstykki BB-A, ABC, BC lyklar og brunahanalyklar.

Rosenbauer Otter laus brunadæla með rafstarti, B75 barkar og B75 sigti. Honda EM4500 laus rafstöð með rafstarti.

Portapool Trelleborg 5.000 l. vatnslaug með loki, yfirbreiðslu, belti og dælu.

Fency Aeris BA reykköfunartæki með 6,8 l. 300 bara léttkútum (Kolefnis) ásamt 6,8 300 bara aukaléttkútum. Auka maskar (Biomasks) og töskur fyrir tækin. Ný gerð tækja en kútur vegur aðeins 6,5 kg. og ending lofts er 51 mínútur miðað við loftnotkun 40 l/mín. Coltry MCH16/ET  7,5 hö loftdæla til áfyllingar reykköfunartækja.

Acetrain ZR33 reykvél ásamt fjarstýringu.

Margskonar verkfæri, kúbein 52", spennijárn 36", björgunaratgeir Halligan, Míní kúbein 16", Boltaklippur misstórar, neyðarbúnaðarsett (Crash Kit), gúmmíhamrar, Partner K-12FD björgunarsagir, hjólaklossar, DeWalt 18V stingsagir, Aluminium Ladder stigar 12, 24 og 35 feta, verkfæri af öllum gerðum í verkfæraskáp á hjólum, mismunandi festingar fyrir búnað í bifreiðar, Able2 gjallarhorn, BurnRelief brunakæliumbúðir,First Aid 10701 Sjúkrakassar, Leitarljós 1000W á þrífæti, framlengingasnúrur á kefli 1,5kW 50 og 100 m., Stebco björgunarhnífar, margskonar nylon, perlon og Lanex reipi og sigbönd , Peli Supre Sabrelight 2000C handljós með ljósastaf, Stealthlight 2400C handljós með festingu í hjálma.

Holmatro björgunarbúnaður og klippur. SP3280 glennari, CU3040GP klippur, RA3331 tjakkur, TPU15 vökvadæla og BVL 15 m. slöngur.

Pensi Nato sjúkrabörur samfellanlegar.

Jockel P12MJ 12 kg. Málmslökkvitæki, Lifeco 50 kg. BC slökkvivagnar, Lifeco 6 kg. duftslökkvitæki, Lifeco 5 kg. kolsýrutæki.

Ansulite AFFF 3% léttvatn í 200 l. tunnum samkvæmt ákveðnum staðli fyrir herflugvelli. Ansule ABC og BC slökkviduft í 25 kg. pokum samkvæmt EN-3 staðli. Leica ljósbrotsmælir til mælingar á slökkvifroðu.

Akron Brass 915 vatns og rennslismælir á brunahana.

Haz Mat 2000 handbækur, IFSTA handbækur og kennslubækur. Myndvarpi 1705 250W/2000.

Eins og sést á þessari upptalningu var valið það besta sem við getum boðið og í samræmi við þann búnað sem slökkvilið hérlendis nota velflest.

Reykjavík 18. ágúst 2003

Benedikt Einar Gunnarsson.