Verklagsreglur LRH varðandi sprengiefnaflutning felldar úr gildi

 

Frá og með þriðjudeginum 26. nóvember verða verklagsreglur nr. V005-2011 um lögreglufylgd með sprengiefni og skoteldum feldar úr gildi. Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu mun því ekki gera almenna kröfu um lögreglufylgd né fylgd slökkviliðs með sprengiefni, sem verið hefur samkvæmt þeirri verklagsreglu. Lögreglan má að sjálfsögðu krefjast fylgdar í þeim tilvikum sem hún telur þess nauðsyn, en almennt þá verður þess ekki krafist.

Héðan í frá munu sprengiefnaflutningar fara fram eins og aðrir flutningar með hættulegan farm á landi, þ.e.a.s. að ADR reglum með viðeigandi skyldum og ábyrgð flytjanda.

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu