Við kynnum Mast K brunndælur


Við erum að gera fyrstu pöntun okkar í MAst K brunndælur fyrir slökkvilið og fagaðila. Við höfum flutt inn Mast TP gerðir aðallega eina gerð en nú langar okkur að bjóða K gerðir sem er á mjög góðu verði. Ef frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is

Mast K brunndælur

K gerðirnar eru fyrir slökkvilið líka og dæla upp að 330 l/mín við 0 bar. Eru léttar og handhægar. Þær eru til í nokkrum gerðum með og án flotholts og svo líka með flotviðvörun. Öflugasta gerðin er líka til í kassa með tengjum slöngu og  reipi.

Mast K brunndælur

Þær vinna í óhreinu vatni en möskvar eru 10mm. Sérstök yfirhitavörn. Vinnuhitastig er hámark 45°C en geta unnið í 3 mínútur í 80°C heitu vatni. Allar þéttingar og öxulpakkningar þola jarðolíur og þess vegna má dæla slíkum olíum. Þær eru ryðfríar úr styrktu trefjaplasti og með mjög vönduðum rafmótor í ryðfríu stálhúsi. Öxull er úr ryðfríu efni. Rafmagnssnúra er af “Heavy duty” gerð. Góðar þéttingar milli snúru og búnaðar. Engin sílikon þéttiefni. Fyrst og fremst eru þær framleiddar í Þýskalandi.

Mast K brunndælur

Ef ekki er gert ráð fyrir dælum með flotrofa eða flotviðvörun þá koma til greina K gerðir K2, K3 og K5.

Nefnum sem dæmi um verð:

K 2 gerðin sem afkastar 250 l/mín við 0 bar 230V/430W og vegur 5 kg. er á kr. 52.540.- án VSK.

K3 gerðin sem afkastar 300 l/mín við 0 bar 230V/650W og vegur 6 kg. er á kr. 66.246,- án VSK.

K5 gerðin sem afkastar 330 l/mín við 0 bar 230V/810W og vegur 7 kg. er á kr. 77.668,- án VSK.

K5 gerðin í kassa með 10m. slöngu og 5 m. reipi er á kr. 95.943,- án VSK.

Mast K brunndælur

Smellið á tækniupplýsingarnar og sjáið MAST K bæklinginn