Við vekjum athygli á Interspiro reykköfunartækjum

Interspiro reykköfunartækin eru vel þekkt hérlendis og eru í notkun hjá þó nokkrum slökkviliðum. Fyrir um þremur árum hófum við að bjóða þessar gerðir ásamt öðrum búnaði til köfunar og lofthreinsunar frá Interspiro.
 
Við erum með sýnishorn bæði af QSII og eins Spiroguide tækjum sem eru til útláns til slökkviliða. Eins erum við komin með Spirocom þráðlausa fjarskiptabúnaðinn sem við teljum vera þann fullkomnasta sem við höfum séð. Allt þráðlaust, 16 rása kerfi (16 óháðar rásir) og aðeins þarf að setja sendibúnað á eina talstöð sem einn reykafaranna er með og um hana eru samskipti við þann sem er úti við. Reykkafarinn er aðeins með Spirocom búnaðinn á maskanum. Við endurtökum "Allt þráðlaust". Engir vírar eða tengingar sem eru að flækjast fyrir.

Nýjasti bæklingurinn sýnir allar gerðir Interspiro reykköfunartækja. Það er von okkar að bæklingurinn vekji aukinn áhuga á reykköfunartækjum frá Interspiro og ekki síður, áhuga á þeim samskiptabúnaði sem í boði er fyrir þessa gerð tækja.  Þau tæki sem við leggjum áherslu á eru af gerðinni QS II og teljum við og þeir slökkviliðsmenn sem við höfum ráðfært okkur við að þau henti ákaflega vel. Við bjóðum nokkrar útfærslur t.d. með hraðtengjum, EUR tengjum, IS tengjum, tengjum fyrir björgunarmaska og tengingu við eiturefnagalla. S-maskinn sem er nýjung en ekki arftaki Spiromatic (gráa) maskans sem margir þekkja. Auðvelt viðhald og hreinsun.

Hvað varðar eftirlit og viðhald, þá er framtíðarsýn okkar sú að slíkt fari að mestu leyti fram heima í héraði.  M.a. hefur flutningskostnaður hefur hækkað verulega eins og öllum er kunnugt um, tækin yrðu styttri tíma frá notkun, óþarfa pökkun og umstang og ákveðin trygging á betri meðferð. Við teljum það því hagkvæmara að þjónusta geti farið fram hjá notanda. Útfærsla á þessum draumi okkar er ekki lengur á hugmyndastigi heldur bíðum við viðbragða frá yfirvöldum varðandi viðurkenningar á prófunarbúnaðnum. Það hefur tekið allverulegan tíma. Stefna okkar er að útvega prófunarbúnaðinn að hluta eða öllu leyti ásamt verkfærum. Viðkomandi slökkvilið þyrfti að senda þá sem fengnir eru til þjónustunnar á námskeið á tveggja ára fresti. Þegar fram líða stundir gæti verið góður kostur að fá kennara og búnað til landsins. Hér færi saman fjöldi reykköfunartækja og aðrar aðstæður hjá slökkviliðunum. Nánari útfærsla þessa yrði svo væntanlega tvíhliða samningur með tímaramma og skuldbindingu varðandi kaup á tækjum og varahlutum. Við höfum góða reynslu af svona fyrirkomulagi og opnir fyrir spurningum ef áhugi er fyrir hendi.


Interspiro reykköfunartæki
 


Eins viljum við vekja athygli á Spiroguide reykköfunartækjunum en þar er um að ræða mjög fullkomin tæki með m.a. viðvörunarbjöllu (man down alarm), lýstum aflestri, tölvuskráningu á ástandi tækis og ljósmerkja aflestri í maska.

Loftkútar fáanlegir af mörgun stærðum og gerðum. Léttkútar, léttkútar með álhimnu að innanverðu 15 eða 30 ára kútar og svo stálkútar. Allt að óskum hvers og eins.

Interspiro Spirocom Interspiro Spirocom
Interspiro Spirocom Interspiro Spirocom
Interspiro Spirocom Interspiro Spirocom

QSII reykköfunartækin komu á markað fyrri þremur árum. Bakplata með hreyfanlegum axlar og mittisbelti. Harðtengi á kúta fáanleg og margar fleiri nýjungar.
 

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....