Viðhald á Rosenbauer NH sogdælum

Nauðsynlegt er að  framkvæma  olíuskipti á Rosenbauer sogdælunum minnst einu sinni á ári eins og fram kemur í viðhaldstöflu.
Aðeins ein gerð af sogdælum er í Rosenbauer slökkvibifreiðum hérlendis og er nauðsynlegt að skipt sé út olíu minnst einu sinni á ári eða eftir 25 til 50 vinnustundir hvort sem fyrr kemur. Notuð er venjuleg vélarolía SAE30 eða 10W/40.

Ef vatn er í olíunni skal strax skipta um olíu og hreinsa dæluna vel. Fylgjast með henni því ef vatn kemur í olíuna á ný er hún biluð og þarf að yfirfara.

Í dælunum eru tvær stórar sogblöðkur en þær þarf að skoða vel hvor þær séu harðar eða í þeim sprungur. Sérstök aðferð er við að skipta þeim út sem lesa má um hér.

Boðið er upp á skiptidælur. Þá er fengin svokölluð skipti sogdæla sem er uppgerð dæla og hin sem tekin er úr send í yfirferð. Greitt er svo fyrir þann kostnað sem til fellur við viðgerð á dælunni og flutningskostnað. Ef dælan reynist ónýt hljóðar reikningurinn upp á verð skiptidælunnar.


Ef smellt er á myndina þá fáið þið aðgang að varahlutalista yfir Rosenbauer tæki og tól.