VON - HOPE - SPES

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur hafið sölu hálsmena í fjáröflunarskyni. Hálsmenin eru með áletruninni VON á þremur tungumálum (íslensku, ensku og latínu) og fást bæði í silfri og stáli (grófari fyrir herra).


Í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna er hópur fólks sem hefur staðið í þeim sporum að glíma við veikindi með vonina að vopni – vonina um að lífið komist í réttar skorður á ný – vonina um að veikt barn nái heilsu og fjölskyldan öll muni eiga sínar ljúfu stundir á ný.

 





SKB langar til að færa þjóðinni von og gefa henni um leið tækifæri til að hjálpa félagsmönnum að halda í sína von. Í því skyni eru þessi táknrænu hálsmen boðin til sölu. Verði er stillt í hóf en silfurmen kostar aðeins 4.000 krónur og stálmen 3.500 krónur. Menin eru seld hér á heimasíðunni og í síma 588-7555. Boðið er upp á heimsendingu.

 


 





Íslenska þjóðin er á krossgötum. Margir standa frammi fyrir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum og forgangsraða upp á nýtt. Í þeirri óvissu sem framundan er skiptir miklu máli að missa aldrei vonina um að komast út úr erfiðleikunum og lífið komist í fastar skorður á ný.

 

 

 


 


Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Markmiðið með stofnun SKB var að gæta hagsmuna krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra á ýmsum sviðum. Árlega greinast að meðaltali 10 - 12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi. Íslenskir læknar og hjúkrunarfólk eru mjög framarlega á sínu sviði og batahorfur barna með krabbamein góðar hér á landi.

 

 

Silfurmen

 

Stálmen