Vorum að afgreiða frá okkur nýjustu gerðina af Rosenbauer Fox 4 norður í land


Vorum að afgreiða frá okkur nýjustu gerðina af Rosenbauer Fox 4 norður í land. Rosenbaeuer Fox 4 er nú búin BRP Rotax vél og vegur þessi gerð um 166 kg. Fjórða kynslóðin af hinni margreyndu og vinsælu FOX dælu frá Rosenbauer. Setur nýjar viðmiðanir í sínum flokki. Minni um sig, öflugri og einfaldari í notkun. Nýjar raftengingar og nýr LED ljóskastari!

 

Rosenbauer Fox dælur er hjá slökkviliðum um land allt en þær hafa reynst vel.Rosenbauer Fox IV

Afköst:
Viðmið við PFPN 10-1500
1.000 l/mín við 15 bar
1,750 l/mín við 10 bar
1,940 l/mín við 8 bar
2,020 l/mín við 6 bar
2,100 l/mín við 4 bar
2,250 l/mín við ópið úthlaup
Prófuð samkvmt EN 14466, DIN EN 14466 og ÖNORM EN 14466

Stærð: Aðeins 636 mm á breiddina
(L x B x H): 926 x 636 x 845 mm

Þyngd:
Þyngd aðeins 166 kg tilbúin til notkunar

Búnaður:
Stjórnborð með skjá LCS 2.0
Algjörlega sjálfvirkur sogferli
Inntak er með Storz A 100 tengi og úttök eru tvö með skrúflokum og Storz B75 tengjum.

Viðbúnaður við notkun:
Búnaður gefur bilanaupplýsingar

Hljóðlát:
Yfirbyggð með plasthúsi
Ákjósanlegt útblásturskerfi
Hávaðalækkun um 5 dB

Ný vél:
BRP Rotax R3-strokka 4-gengis vél. 899 cm³ 48 kW

Ný dæla:
Í FOX 4 er nýþróuð eins þrepa dælueining sem er sérstaklega hugsuð fyrir lausar brunadælur. Dæluhjólið er vandað með myndarlegar skeiðalagaðar tennur í spírallöguðu húsi úr léttmálmi sem nýtir sem best vélaraflið í einsþrepa miðflóttaflsdælu. Vökvaaflið nýtt til hins ýtrasta. Dæluöxull úr ryðfríu stáli. Smur og viðhaldslausar keramískar rennslisþéttingar. og einfaldleikinn að komast að vél og dælu auðveldar allt viðhald á  FOX 4. Hægt að fylla eldneyti á vél á meðan hún er í gangi TÜV prófað og viðurkennt.

Öruggt og hratt sog:
Strax og dælan er full af vatni stöðvast sjálfvirki sogbúnaðurinn. Lensibúnaðinn má annars nota til að soga vatn úr kjöllurum án sérstakra aðgerða.

AUÐSKILIN LCS 2.0 NOTKUN
FOX er búin LCS 2.0 (Logic Control System) kontroll sem stýrir og sér um dæluna í notkun. Stjórnborð ásamt litaskjá. Skjárinn sýnir allar aðgerðir og sýnir þannig þeim sem vinnur við dæluna hver staðan er hverju sinni. Strax koma upplýsingar ef sérstakkra aðgerða er þörf.

Bæklingur (enska)

Bæklingur /norska)

Leiðbeiningar (norska)

 


Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.