Vorum í dag að fá nýjar myndir

Í dag fengum við myndir af slökkvibifreiðunum fyrir Austurbyggð og Ölfus.

 
Hér má sjá myndir af bifreiðinni fyrir Austurbyggð en undirvagn er af Scania gerð. Innréttingar eru að mestu komnar í skápa. Allar merkingar eru eftir. Ástig komin og öll ljós eins og vinnuljós og viðvörunarljós. Olíutankur all myndarlegur um 200 l. Þessi bifreið er á álfelgum. Þrep fyrir neðan aftarihurðir falla niður við opnun hurðar.


Hér á eftir að setja slöngukeflin í öftustu skápana. Þau voru nokkuð á ferðinni hjá slökkvistjóranum hvort þau ættu að vera að ofanverðu eða neðanverðu en þau enda að neðanveðu sem við að vísu héldum að væri sér ísfirðskt fyrirbrigði en er nú komið alla leið austur á land. Inntökin fyrir dælu standa neðarlega út úr yfirbyggingu að aftan. Í aftasta skáp má sjá úttak frá miðstöð til að nota á slysavettvangi.



Bifreiðin fyrir Ölfus er á Renault undirvagni. Yfirbyggingar þessa tveggja bifreiða eru  nánast eins og þá líka eins og þær bifreiðar sem við höfum verið að afgreiða í ár. Sjáið frágang á öllum ljósum. Grindur yfir til varnar. Olíutankur sést ekki á mynd en hann er um 250 l. og er í fremsta neðri skáp.

 


Hér sést aðeins inn að dælu. Afturárekstrarvörn komin. Hægt er að taka niður hlið við afturhjól til að nota sem ástig í skáp fyrir ofan. Þessar og þær bifreiðar sem eru komnar eru einu bifreiðarnar sem eru hérlendis sem eru með svona ástig. Að ósk létum við bæta við tveimur bláum stróp ljósum að aftan.




Hér horfum við á bakhlið. Dæla komin. Hér er háþrýstikeflið fyrir ofan dælu og hliðarskápar nýttir fyrir slöngurekka. Það er endalaust verið að þróa dæluborðið og er þetta dæluborð sem sömu möguleikum og þau sem fyrir eru en aðeins annað fyrirkomulag. Það fer eðlilega eftira aðstæðum í hverri bifreið.


 



Nærmynd af dælu og dæluborði. Tvö inntök með 4" spjaldlokum og eitt með 3" spjaldloka til að fullnýta 4000 l. dæluna. Sjá má krana fyrir  2 12" hliðarúttök (tvívirkir til að losa vatn úr slöngum í gegnum dælu). Vatnsinntak í tank er á annrri hliðinni og á því er mælir til að fylgjast með þrýstingi inn. Hinum megin er svo froðu inn og úttak. Annað við dæluna er loftstýrt. Opnun inn á háþrýstikefli, froðutank, vatnstank að dælu, dreining vatnstanks. Viðvörunarljós og m.a. viðvörunarljós fyrir loftbólumyndun þ.e. ef mótþrýstingur er ekki nægjanlegur. Allir mælar. Gangráður á lágþrýstingi. Loft til að hreinsa vatn úr háþrýstikeflum.  Þetta er einfalt. Það eru aðeins slökkvibifreiðar frá okkur sem eru svo vel búnar. Það hefur enginn annar boðið eða selt enn slíkan búnað hérlendis.