Wawrzaszek brunadælur

W.Ruberg AS sýndu á sama stað og ISS- Wawrzaszek brunadælur í slökkvibifreiðar en Ruberg hefur framleitt brunadælur frá 1932. Á sýningunni voru sýndar allar gerðir og nýjung svonefnd Euro-Line sem er afkastamikil, hljóðlát dæla með flata dælukúrfu sem að vísu flestar ef ekki allar gerðir Ruberg dælna eru með. Við bendum ykkur á að skoða upplýsingar um Ruberg dælur á heimasíðu okkar.

Hér er opin dæla sýnd en þetta er lágþrýst 3.000 l/mín dæla við 10 bar með soghlið. Flestar bifreiðar sem smíðaðar eru hjá Wawrzaszek eru með Ruberg dælum en þeir geta líka notað aðrar gerðir eins og Rosenbauer, Ziegler, Godiva ofl.
Hér er sýnd opin 3 eða 4.000 l/mín dæla við 10 bar og háþrýst að auki. Hér er líka opið inn á soghlið en þar sést sog membran. Dælurnar eru annað hvort með einvirkan eða tvívirkan membrubúnað en það fer eftir afkastagetu. Við verðum með membrubúnað í húsi á lager hjá okkur svo auðvelda megi útskiptingu á membrum því þetta þarf að stilla svo vel fari. 

Hér er svo nýja dælan. Ef verið er að skoða dælur fyrir vatnsbíla hafið samband og gefið okkur upp aflúttak, stöðu þess og óskir um afköst og við skulum leita upplýsinga og gera verðtilboð. Verðið mun koma ykkur á óvart. Ný dæla úr bronsi með alla öxla og slitfleti úr stáli eða sambærilegu endingargóðu efni. Lifa bifreiðina. Margar gerðir inntaka og úttaka.