Weenas Pbi Kelvar eldvarnarfatnaður til Þorbjarnar hf. í Grindavík

Í dag afhentum við það sem eftir átti að afhenda af hlífðarfatnaði til útgerðarfyrirtækisins Þorbjarnar hf.  í Grindavík. Þorbjörn hf. er fyrsta fyrirtækið sem kaupir um boð í skip sín Weenas Pbi Kelvar hlífðarfatnað en það er sá hlífðarfatnaður sem m.a. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins notar. Hér má sjá hluta tasknanna
Hlífðarfatnaðurinn fer í öll skip útgerðarinnar og er búið um hann í sérstökum töskum en þær eru frá Fire Brigade. Fatnaðurinn er eins og áður sagði af gerðinn Weenas Pbi Kelvar þ.e. jakki og buxur, Hercules leðurstígvél með endurskini, Fireman IV leðurhanskar með Nomex stroffi, Fire Brigade reykkafarhettur úr Nomex Lenzing efni og Rosenbauer Heros II hlífðarhjálmar með gleri og hnakkahlíf.


Hér má sjá Andrés Guðmundsson og Eirík Ó. Dagbjartsson taka við einni töskunni úr höndum Hafsteins Guðjónsonar
Það er aðdáunarvert að svo vel skuli staðið að kaupum á slíkum öryggisfatnaði til að auka öryggi starfsmanna því ekki eru kjöraðstæður úti á sjó þegar og ef eldur kemur upp.

Við óskum Þorbirni hf. og starfsmönnum hjartanlega til hamingju með þennan búnað og það er heit ósk okkar og von að þennan búnað muni ekki þurfa að nota við slökkvistörf heldur aðeins til æfinga.

Sjá frétt af heimasíðu Þorbjarnar hf.