Wenaas Pbi Kevlar hlífðarfatnaður

Fyrir áramót afgreiddum við til eins viðskiptavinar okkar Wenaas Pbi Kevlar hlífðarfatnað en sá viðskiptavinur okkar hefur ekki verið með þennan fatnað áður.

Wenaas Pbi Matrix Kevlar 501 jakki

WENAAS Matrix Airlock Pbi-Kevlar
49549-122-30
Bæklingur

Wenaas Pbi Matrix Kevlar 501 buxurWENAAS Matrix Airlock
Pbi-Kevlar
69448-122-30
Bæklingur


Jakkar. Nýtt efni, Nýtt snið og útfærsla. Úr Pbi/Kevlar Matrix efnum og með GORE-TEX vatns og öndunarvörn. Tvöfalt AirLock efni til fóðrunar.  Snið er hálfsíður jakki með bak síðara. Buxur eru smekkbuxur. Fatnaðurinn í venjulegri útfærslu og sniði er vel búinn vösum, endurskinsmerkjum, krækjum fyrir hanska og maska og svo frönskum rennilás.

Litur er gulleitur sem er litur efnisins. Það er því ekki hætta á að brenna lit úr efni og vel er sýnilegt þegar fatnaður verður óhreinn. Góð lokun er í háls. Styrkingar með fóðrun á öxlum. Tveir brjóstvasar fyrir fjarskiptabúnað (stillanleg lokun) í jakka ásamt tveimur öðrum hliðarvösum og svo er einn vasi að innan ásamt tveimur vösum fyrir hanska, annar með maskafestingu. Stroff fyrir þumalfingur. Pbi efnisstyrkingar á neðri hluta erma að aftan og frá hné og niður að framan (svart efni). Neðst á jakka og í ermum er vatnhelt Kelvar efni til styrkingar. Rennilás og franskur rennilás til lokunar á jakka og buxum. Rennilásinn er saumaður í sérstykki til að auðvelda opnun og lokun. Á baki jakka er öryggisbeltis festing þ.e. heilt stykki yfirsaumað til að verja öryggisbelti fyrir hita. Franskur rennilás í kraga til að festa á sérhettu. Á hægri ermi og baki hægra megin er númerastykki á frönskum rennilás. Rennilás er í jakkafaldi svo auðvelda megi aðkomu að fóðri til viðgerða.

Buxur. Nýtt efni, Nýtt snið og útfærsla, þrengdar í mittið með snúru. Úr Pbi/Kevlar Matrix efnum og með GORE-TEX vatns og öndunarvörn. Tvöfalt AirLock efni til fóðrunar. Fóðruð axlabönd. Tveir hliðarvasar á buxum. Á vinstri vasa er númerastykki á frönskum rennilás. Sérstakur vasi fyrir hníf eða annað neðst á skálm. Hægt að þrengja skálmar með snúru (snjó og vatnsgildra). Pbi efnisstyrkingar frá hné og niður að framan (svart efni). Neðst á skálmum er vatnhelt Kelvar efni til styrkingar. Rennilás og franskur rennilás til lokunar.

......Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki......

.